"

Tálknafjörður

Tjaldsvæðið á Tálknafirði er staðsett miðsvæðis í þorpinu við hlið sundlaugarinnar.


Þjónusta í boði

  • Ærslabelgur
  • Leikvöllur
  • Heitt vatn
  • Aðgangur að neti
  • Þvottavél
  • Sturta
  • Veitingahús
  • Gönguleiðir
  • Rafmagn
  • Leikvöllur
  • Þurrkari
  • Salerni
  • Kalt vatn
  • Heitur pottur
  • Sundlaug
  • Losun skolptanka
  • Eldunaraðstaða
  • Grill
  • Sumar opnun

Lýsing á aðstöðu

Tjaldsvæði Tálknafjarðar er skjólsælt svæði umlukið skógi og limgerðum. Staðsett við hlið Sundlaugar Tálknafjarðar og í 5 mínútna akstursfjarlægð frá Pollinum, heitum pottum sem opnir eru allan sólarhringinn. Svæðið liggur upp að mörkum fuglafriðlands á Sveinseyri þar sem sjá má ýmsar tegundir fugla.
Helstu perlur Vestfjarða eru innan 2 klst akstursfjarlægð frá tjaldsvæðinu, svo sem Dynjandi, Látrabjarg, Rauðisandur, Selárdalur og Friðlandið í Vatnsfirði. Við hlið tjaldsvæðisins er að finna veitingastaðinn Cafe Dunhagi. Veitingastaðurinn Hópið er einnig í kílómeters fjarlægð. Gönguleiðakerfið Bifröst á upptök sín við tjaldsvæðið, þar má finna 6 gönguleiðir, þar sem allir ættu að geta fundið göngu við sitt hæfi.

Við tjaldsvæðið eru salerni og heitt og kalt vatn. Þar er einnig hægt að losa skolptanka.


Verð

2024

Nótt 1 pr. fullorðinn: 1.800 kr

17 ára og yngri eru gjaldfrjáls


Öryrkjar og eldri borgarar 1.200 kr
Rafmagn fyrir eina nótt: 1.300 kr


Þvottavél og þurrkari: 1.500 kr
Internet: Frítt
Kaffi á morgnana: Frítt