
🚀 Kíktu á bakvið tjöldin!
Við erum að taka tjalda.is í gegn - kíktu á nýja vefinn.
Tjaldsvæðið á Tálknafirði er staðsett miðsvæðis í þorpinu við hlið sundlaugarinnar.
Tjaldsvæði Tálknafjarðar er skjólsælt svæði umlukið skógi og limgerðum. Staðsett við hlið Sundlaugar Tálknafjarðar og í 5 mínútna akstursfjarlægð frá Pollinum, heitum pottum sem opnir eru allan sólarhringinn. Svæðið liggur upp að mörkum fuglafriðlands á Sveinseyri þar sem sjá má ýmsar tegundir fugla.
Helstu perlur Vestfjarða eru innan 2 klst akstursfjarlægð frá tjaldsvæðinu, svo sem Dynjandi, Látrabjarg, Rauðisandur, Selárdalur og Friðlandið í Vatnsfirði. Við hlið tjaldsvæðisins er að finna veitingastaðinn Cafe Dunhagi. Veitingastaðurinn Hópið er einnig í kílómeters fjarlægð. Gönguleiðakerfið Bifröst á upptök sín við tjaldsvæðið, þar má finna 6 gönguleiðir, þar sem allir ættu að geta fundið göngu við sitt hæfi.
Við tjaldsvæðið eru salerni og heitt og kalt vatn. Þar er einnig hægt að losa skolptanka.
Opnunartími
1. maí og lokar 15. október.
2025
Gistinótt fyrir 18 ára og eldri á mann 1.855 kr.
Gistinótt fyrir eldri borgara og öryrkja á mann 1.484 kr.
3 nætur dvöl á mann 3.888 kr.
4 nætur dvöl á mann 5.178 kr.
5 nætur dvöl á mann 6.468 kr.
6 nætur dvöl á mann 7.764 kr.
Vikudvöl á mann 9.055 kr.
Rafmagn á sólarhring 1.594 kr.
Þvottavél og þurrkari hvert skipti 1.730 kr.
Á gistinótt bætist við gistináttaskattur eins og hann er hverju sinni.