"

Akureyri, Þórunnarstræti

Tjaldsvæðið er á horninu á Þórunnarstræti og Þingvallastræti við Sundlaugina. Aðkoma frá Þingvallastræti eða Byggðavegi


Þjónusta í boði

  • Gönguleiðir
  • Leikvöllur
  • Sundlaug
  • Sturta
  • Rafmagn
  • Þvottavél
  • Salerni

Lýsing á aðstöðu

Lítið en fjölsótt tjaldsvæði. Staðsett rétt við miðbæ Akureyrar. Stutt í alla þjónustu. Verslun við tjaldsvæðið og 100 m í sundlaug Akureyrar.

Sú staðreynd að tjaldsvæðið er í miðjum bænum, í göngufæri frá nánast allri þjónustu, með sundlaugina á aðra höndina og kjörbúð nánast inn á svæðinu, gerir staðinn mjög eftirsóknarverðan. Á svæðinu eru 12 salerni, sturtur, heitt og kalt vatn, þvottavél og þurrkari. Aðgengi að rafmagni er víða á svæðinu.
Rétt er að benda á að á tjaldsvæðum okkar gilda almennar tjaldsvæðareglur sem eru eftirfarandi:
Tjaldsvæðið er fjölskyldutjaldsvæði og yngri en 18 ára skulu vera í fylgd með forráðamanni. Við sérstakar aðstæður geta aldurstakmörk verði hærri.
Gestum ber að hafa samband við tjaldvörð og greiða dvalargjöld.
Umferð ökutækja á tjaldsvæðinu á að vera lágmarki og er takmarkuð við akstur inn og útaf svæðinu. Hámarkshraði er 15. km/klst.
Ekki má rjúfa næturkyrrð, vera með háreysti eða valda óþarfa hávaða með umferð eða öðru.
Virða ber næturkyrrð á milli kl 24 og 08.
Ölvun er bönnuð á tjaldsvæðinu.
Sorp skal sett í þar til gerð ílát, flokkað eftir þeim reglum sem gilda á tjaldsvæðinu.
Hundar mega aldrei vera lausir á tjaldsvæðinu eða valda öðrum gestum ónæði eða ótta..
Vinnið ekki spjöll á náttúrunni, húsnæði eða búnaði tjaldsvæðisins.
Brot á umgengnisreglum getur varðað brottreksti af tjaldsvæðinu
Bílar eru ekki leyfðir inn á svæðinu nema til losunar og lestunar. Þegar gestir hafa komið sér fyrir eru þeir beðnir um að leggja bílnum á bílastæði við tjaldsvæðið.

Bannað er að kveikja opinn eld á svæðinu. Farið varlega með grill og gastæki. Vinsamlega leggið ekki einnota grill beint á jörðina


Verð

Verð 2021

Verð fyrir fullorðna: 1.800 kr
Eldri borgarar og öryrkjar: 1.500 kr
Verð fyrir börn: Frítt fyrir 17 ára og yngri í fylgd með fullorðnum
Þvottavél: 500 kr skiptið
Þurrkari: 500 kr skiptið
Rafmagn: 1.100 kr
Sturtur: 300 kr.