Fjölskylduvænt tjaldsvæði með fótbóltavelli, hoppubelg og frísbígólfvelli. Frá Bakkafirði er stutt í fjölmargar gönguleiðir svo sem út á Digranes eða út í Viðvík
Tjaldsvæðið á Blönduósi er skemmtilegt og vel búið svæði. Þar er hægt að leigja sumarbústaði einnig og því hentar svæði sérstaklega vel fyrir til dæmis ættarmót.
Tjaldsvæðið á Illugastöðum er staðsett við selaskoðunarstaðinn. Opnar 20 júní eftir æðarvarpstímann. Svæðið býður upp á 2 upphituð klósett, tvo vaska með heitu og köldu vatni og rafmagni.
Tjaldsvæðið á Djúpavogi er gott tjaldsvæði staðsett í kjarna bæjarins. Öll þjónusta er innan seilingar og mikil afþreying í Djúpavogshreppi. Þar er meðal annars ný og glæsileg sundlaug og margt fleira
Húsbíla- og hjólhýsastæði með rafmagnstengingum, vatn og aðstaða til að tæma wc tanka.
Fallegur staður með ægifögru útsýni til fjalla allt um kring.
Skemmtilegar gönguleiðir um nágrennið.
Tjaldsvæðið á Egilsstöðum er opið allt árið. Tjaldsvæðið er miðsvæðis í bænum í klettaskjóli við Kaupvang, steinsnar frá helstu verslunar- og þjónustuaðilum á Egilsstöðum.
Tjaldsvæðin í Hallormsstaðaskógi eru tvö í Atlavík og Höfðavík. Atlavík er innan við þéttbýliskjarnan á Hallormsstað. Margar litlar og stórar flatir eru þar undir birkiskermi
Tjaldsvæðið á Hellishólum er glæsilegt tjaldsvæði staðsett í Fljótshlíð og einungis 10 km frá Hvolsvelli. Glæsileg aðstaða með m.a. heitum pottum, leiksvæði og fótboltaaðstöðu auk 9 holu golfvallar
Tjaldsvæðið í Hveragerði er miðsvæðis í bænum, vel staðsett. Þar er gott þjónustuhús og tjaldsvæðið sjálft skjólgott. Öll þjónusta í Hveragerði innan seilingar og stutt í afþreyingu.
Góður húsakostur, frábær tjaldsvæði, margskonar dagskrártilboð og þjónusta gerir Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni að kjörnum vettvangi fyrir einstaklinga og fjölskyldur.
Á Patreksfirði getur fjölskyldan gert ýmislegt saman. Bærinn liggur mitt á milli fjalls og fjöru og því er tilvalið að nýta náttúruna sem er fyrir hendi til samveru.
Tjaldsvæðið á Húsavík er vel staðsett í útjaðri bæjarins. Þaðan er stutt að heimsækja margar af helstu náttúruperlum landsins svo sem Dettifoss, Mývatn og Ásbyrgi.
Vel búið og friðsælt tjaldsvæði á hæsta byggða bóli Íslands. Komdu og njóttu fjalladýrðarinnar hjá okkur. Stutt í margar af fegurstu náttúruperlum landsins.
Tjaldsvæðið á Sauðárkrók er staðsett miðsvæðis í bænum. Þaðan er stutt í alla þjónustu og hentar því einkar vel fyrir þá sem vilja hafa allt við hendina.
Hvolsvöllur er í alfaraleið við Þjóðveg 1. Tjaldsvæðið er fyrsti afleggjari á hægri hönd þegar keyrt er inn í Hvolsvöll og komið er úr vestri ( frá RVK ) við þjóðveg 1
Tjaldsvæðið í Blágilum er staðsett á grasbala undir brún Eldshrauns. Það er 50 km frá Kirkjubæjarklaustri og 10 km sunnar við Laka. Á leiðinni eru óbrúaðar ár.
Tjaldsvæðið er á skjólsælum og rólegum stað efst á Bogabraut og horfir á móti sólu. Á svæðinu er góð aðstaða fyrir börn, spennandi umhverfi og leiktæki af ýmsu tagi.
Hraunborgir er falin paradís í Grímsnesi um 70 km frá Reykjavík (við Kiðjabergsveg). Gott tjaldsvæði með rafmagni og leiktækjum fyrir börnin, minigolf, veitingarstað, sundlaug, golfvöll og fleira.
Hverinn á Kleppjárnsreykjum er frábær nýuppgerður sælureitur í sveitinni, þar sem boðið er upp á tjaldsvæði, veitingasölu og ýmsa aðra afþreyingu fyrir alla fjölskylduna
Ferðaþjónustan í Djúpadal býður upp á fjölskylduvænt tjaldsvæði í nágrenni Reykhóla. Aðgengi er að rafmagni, heitu og köldu vatni,sturta, þráðlaust net ærslabelgur og sundlaug.
Í Húsafelli er stórt og notalegt tjaldstæði með góðri aðstöðu. Á svæðinu er sundlaug, golfvöllur, leikvöllur með hoppipúða, veitingastaður, búð og þjónustumiðstöð
Tjaldsvæði í Reykjavík er á frábærum stað við hliðina á Laugardalslaug. Tjaldsvæðið er um það bil 3 km. frá miðbæ Reykjavíkur. Það er opið allt árið um kring.
Flúðir í Hrunamannahreppi hefur í gegnum tíðina verið vinsæll áfangastaður fyrir innlenda og erlenda ferðamenn enda eru Flúðir þekkt fyrir mikla veðursæld og má þar einnig finna ýmislegt sér til afþre
Í Vesturdal, Ásbyrgi er fallegt, náttúrlegt tjaldsvæði aðeins ætlað tjöldum. Þar eru vatnssalerni og aðstaða til uppþvotta. Tjaldsvæðið er lokað yfir veturinn.
Tjaldsvæðið er í miðju Búðardals og er á vinstri hönd þegar komið er inn í Búðardal úr suðri eftir þjóðvegi nr. 60. Tjaldsvæðið er skjólgott í fallegum trjálundi.
Velkomin að tjaldsvæðinu Systragili. Í skjóli trjáa við lindina hjalandi.Tjaldsvæðið Systragil er skjólgott tjaldsvæði með aðstöðu fyrir tjöld, vagna og húsbíla
Tjaldsvæðið í Súðavík er nýtt og glæsilegt en það var tekið í notkun árið 2005. Er það staðsett ofan til við Samkomuhúsið og er keyrt inn á svæðið frá innri enda Túngötu.
Tjaldsvæðið á Skipalæk er miðsvæðis í héraðinu og stutt í flestar vinsælustu náttúruperlurnar.
Skipalækur er 2,5 km frá Egilsstöðum, í jaðri Fellabæjar við Lagarfljótsbrú.
Í Úthlíð í Biskupstungum er rekin alhliða ferðaþjónusta. Þar er sundlaugin Hlíðarlaug, veitingastaðurinn Réttin, bensínstöð, ferðamannaverslun, 9 holu golfvöllur.
Tjaldsvæðið á Hofsósi er á rólegum stað við grunnskóla þorpsins. Svæðið er stórt og eru leiktæki og íþróttamannvirki grunnskólans við hlið tjaldsvæðisins.
Gott tjaldsvæði við Stuðlagil. Sturta í boði fyrir gjald. Ef gestir mæta fyrir kl. 17.00 hafið samband við starfsfólk í matarvagni. Ekki rafmagn í boði.
Tjaldsvæðið er staðsett að Laugum í Sælingsdal og er 16 km fyrir norðan Búðardal. Á svæðinu er sundlaug og mjög fallegar gönguleiðir í kring. Lækur rennur í gegnum tjaldsvæðið en svæðið skiptist í nok
Tjaldsvæðið á Grenivík er vel staðsett og vel búið tjaldsvæði á góðum stað á Norðurlandi. Það var endurnýjað árið 2011 og er þar glænýtt aðstöðuhús með aðgengi fyrir hjólastóla.
Tjaldsvæðið er rétt við þjóðveg 1 í um 5 km fjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri en í Hörgslandi er einnig boðið uppá gistingu í smáhúsum. Á svæðinu er lítill skógur og mikið fuglalíf.
Kirkjubæjarklaustur er þorp við þjóðveginn með um 150 íbúa og er bæjarstæðið mjög fallegt. Tjaldsvæðið á Kirkjubæ II er inni í þorpinu, rétt hjá Systrakaffi og versluninni Kjarval.