Fjölskylduvænt tjaldsvæði með fótbóltavelli, hoppubelg og frísbígólfvelli. Frá Bakkafirði er stutt í fjölmargar gönguleiðir svo sem út á Digranes eða út í Viðvík
Tjaldsvæðið á Egilsstöðum er opið allt árið. Tjaldsvæðið er miðsvæðis í bænum í klettaskjóli við Kaupvang, steinsnar frá helstu verslunar- og þjónustuaðilum á Egilsstöðum.
Tjaldsvæðið á Djúpavogi er gott tjaldsvæði staðsett í kjarna bæjarins. Öll þjónusta er innan seilingar og mikil afþreying í Djúpavogshreppi. Þar er meðal annars ný og glæsileg sundlaug og margt fleira
Tjaldsvæðin í Hallormsstaðaskógi eru tvö í Atlavík og Höfðavík. Atlavík er innan við þéttbýliskjarnan á Hallormsstað. Margar litlar og stórar flatir eru þar undir birkiskermi
Tjaldsvæðið á Skipalæk er miðsvæðis í héraðinu og stutt í flestar vinsælustu náttúruperlurnar.
Skipalækur er 2,5 km frá Egilsstöðum, í jaðri Fellabæjar við Lagarfljótsbrú.
Vel búið og friðsælt tjaldsvæði á hæsta byggða bóli Íslands. Komdu og njóttu fjalladýrðarinnar hjá okkur. Stutt í margar af fegurstu náttúruperlum landsins.
Gott tjaldsvæði við Stuðlagil. Sturta í boði fyrir gjald. Ef gestir mæta fyrir kl. 17.00 hafið samband við starfsfólk í matarvagni. Ekki rafmagn í boði.