Tjaldsvæðið á Blönduósi er skemmtilegt og vel búið svæði. Þar er hægt að leigja sumarbústaði einnig og því hentar svæði sérstaklega vel fyrir til dæmis ættarmót.
Húsbíla- og hjólhýsastæði með rafmagnstengingum, vatn og aðstaða til að tæma wc tanka.
Fallegur staður með ægifögru útsýni til fjalla allt um kring.
Skemmtilegar gönguleiðir um nágrennið.
Tjaldsvæðið á Húsavík er vel staðsett í útjaðri bæjarins. Þaðan er stutt að heimsækja margar af helstu náttúruperlum landsins svo sem Dettifoss, Mývatn og Ásbyrgi.
Tjaldsvæðið á Hofsósi er á rólegum stað við grunnskóla þorpsins. Svæðið er stórt og eru leiktæki og íþróttamannvirki grunnskólans við hlið tjaldsvæðisins.
Tjaldsvæðið á Sauðárkrók er staðsett miðsvæðis í bænum. Þaðan er stutt í alla þjónustu og hentar því einkar vel fyrir þá sem vilja hafa allt við hendina.
Tjaldsvæðið er á skjólsælum og rólegum stað efst á Bogabraut og horfir á móti sólu. Á svæðinu er góð aðstaða fyrir börn, spennandi umhverfi og leiktæki af ýmsu tagi.
Í Vesturdal, Ásbyrgi er fallegt, náttúrlegt tjaldsvæði aðeins ætlað tjöldum. Þar eru vatnssalerni og aðstaða til uppþvotta. Tjaldsvæðið er lokað yfir veturinn.
Velkomin að tjaldsvæðinu Systragili. Í skjóli trjáa við lindina hjalandi.Tjaldsvæðið Systragil er skjólgott tjaldsvæði með aðstöðu fyrir tjöld, vagna og húsbíla
Tjaldsvæðið á Grenivík er vel staðsett og vel búið tjaldsvæði á góðum stað á Norðurlandi. Það var endurnýjað árið 2011 og er þar glænýtt aðstöðuhús með aðgengi fyrir hjólastóla.