Tjaldsvæðið á Hellishólum er glæsilegt tjaldsvæði staðsett í Fljótshlíð og einungis 10 km frá Hvolsvelli. Glæsileg aðstaða með m.a. heitum pottum, leiksvæði og fótboltaaðstöðu auk 9 holu golfvallar
Tjaldsvæðið í Hveragerði er miðsvæðis í bænum, vel staðsett. Þar er gott þjónustuhús og tjaldsvæðið sjálft skjólgott. Öll þjónusta í Hveragerði innan seilingar og stutt í afþreyingu.
Góður húsakostur, frábær tjaldsvæði, margskonar dagskrártilboð og þjónusta gerir Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni að kjörnum vettvangi fyrir einstaklinga og fjölskyldur.
Tjaldsvæðið er rétt við þjóðveg 1 í um 5 km fjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri en í Hörgslandi er einnig boðið uppá gistingu í smáhúsum. Á svæðinu er lítill skógur og mikið fuglalíf.
Kirkjubæjarklaustur er þorp við þjóðveginn með um 150 íbúa og er bæjarstæðið mjög fallegt. Tjaldsvæðið á Kirkjubæ II er inni í þorpinu, rétt hjá Systrakaffi og versluninni Kjarval.
Hvolsvöllur er í alfaraleið við Þjóðveg 1. Tjaldsvæðið er fyrsti afleggjari á hægri hönd þegar keyrt er inn í Hvolsvöll og komið er úr vestri ( frá RVK ) við þjóðveg 1
Tjaldsvæðið í Blágilum er staðsett á grasbala undir brún Eldshrauns. Það er 50 km frá Kirkjubæjarklaustri og 10 km sunnar við Laka. Á leiðinni eru óbrúaðar ár.
Hraunborgir er falin paradís í Grímsnesi um 70 km frá Reykjavík (við Kiðjabergsveg). Gott tjaldsvæði með rafmagni og leiktækjum fyrir börnin, minigolf, veitingarstað, sundlaug, golfvöll og fleira.
Flúðir í Hrunamannahreppi hefur í gegnum tíðina verið vinsæll áfangastaður fyrir innlenda og erlenda ferðamenn enda eru Flúðir þekkt fyrir mikla veðursæld og má þar einnig finna ýmislegt sér til afþre
Í Úthlíð í Biskupstungum er rekin alhliða ferðaþjónusta. Þar er sundlaugin Hlíðarlaug, veitingastaðurinn Réttin, bensínstöð, ferðamannaverslun, 9 holu golfvöllur.