Tjaldsvæðið á Illugastöðum er staðsett við selaskoðunarstaðinn. Opnar 20 júní eftir æðarvarpstímann. Svæðið býður upp á 2 upphituð klósett, tvo vaska með heitu og köldu vatni og rafmagni.
Hverinn á Kleppjárnsreykjum er frábær nýuppgerður sælureitur í sveitinni, þar sem boðið er upp á tjaldsvæði, veitingasölu og ýmsa aðra afþreyingu fyrir alla fjölskylduna
Í Húsafelli er stórt og notalegt tjaldstæði með góðri aðstöðu. Á svæðinu er sundlaug, golfvöllur, leikvöllur með hoppipúða, veitingastaður, búð og þjónustumiðstöð
Tjaldsvæðið er í miðju Búðardals og er á vinstri hönd þegar komið er inn í Búðardal úr suðri eftir þjóðvegi nr. 60. Tjaldsvæðið er skjólgott í fallegum trjálundi.
Tjaldsvæðið er staðsett að Laugum í Sælingsdal og er 16 km fyrir norðan Búðardal. Á svæðinu er sundlaug og mjög fallegar gönguleiðir í kring. Lækur rennur í gegnum tjaldsvæðið en svæðið skiptist í nok