"

Tjaldsvæði Sandgerðis

Tjaldsvæðið er staðsett miðsvæðis og öll almenn þjónusta í göngufæri. Góð sundlaug með rennibraut og gufubaði, þreksalur, 18 holu gólfvöllur og þar er einnig að finna Þekkingasetur Suðurnesja – safn sem tengir saman menn og náttúru, sýninguna Heimskautin heilla og Gallerí Listatorg þar sem eru listasýningar og sala á handverksmunum. Mikið líf getur verið við höfnina og gaman að koma þangað. Í nágrenni við Sandgerði er að finna sögulega staði en þar má nefna Hvalsneskirkju, Stafnes og Básenda. Sandgerði er í 8 mín akstri frá fugvellinum og 35 mín frá Höfuðborgarsvæðinu. Einnig er hægt að leigja smáhýsi sem eru á svæðinu.


Þjónusta í boði

 • Gönguleiðir
 • Leikvöllur
 • Aðgengi fyrir hjólastóla
 • Losun skolptanka
 • Salerni
 • Kalt vatn
 • Rafmagn
 • Smáhýsi til útleigu
 • Aðgangur að neti
 • Þvottavél
 • Heitt vatn
 • Sturta

Lýsing á aðstöðu

Í þjónustuhúsinu eru, salerni, sturtur, útivaksar með heitu og köldu vatni, þvottavél og þurrkari. Á svæðinu er hægt að fylla á vatn, losa salerni og rafmagnstenglar fyrir þá sem þess óska. Frítt internet

Opnunartími

1. apríl - 30. september


Verð

Fullorðinn: 1500 kr. nóttin.
Börn: Frítt fyrir 16 ára og yngri.
Rafmagn: 800 kr. nóttin.

Þvottavél: 500 kr. skiptið.
Þvottavél og þurrkari: 1000 kr. skiptið.
ATH: Ekki er hægt að fá einungis þurrkara.

Tökum við útilegukortinu - gildir ekki á hátíð Suðurnesjabæjar.

Ekki hægt að panta pláss nema fyrir stóra hópa.

Instagram: @sandgerdicamping