"

Tungudalur, Ísafirði

Í Tungudal er aðaltjaldsvæði Ísfirðinga. Unnið hefur verið að uppbyggingu á allri aðstöðu og fegrun svæðisins. Staðurinn er frá náttúrunnar hendi afar hentugur, skjólsæll og fagur. Talsverður trjágróður er á tjaldsvæðinu.


Þjónusta í boði

  • Leikvöllur
  • Þvottavél
  • Eldunaraðstaða
  • Salerni
  • Sturta

Lýsing á aðstöðu

Ísafjarðarkaupstaður er stærsti þéttbýliskjarninn í sveitafélaginu Ísafjarðarbær. Sveitarfélagið varð til 1. júní 1996 þegar Flateyrarhreppur, Ísafjörður, Mosvallahreppur, Mýrahreppur, Suðureyrarhreppur og Þingeyrarhreppur sameinuðust.

Ísafjörður er jafnframt stærsta þéttbýli á Vestfjörðum. Ísafjörður var einn af 6 verslunarstöðum á Íslandi sem fengu kaupstaðaréttindi árið 1786 en eins og allir aðrir að Reykjavík undanskilinni þá missti bærinn kaupstaðaréttindin en fékk þau svo aftur 1866.

Tjaldsvæðið er í um 900 m fjarlægð frá Skutulsfjarðarbraut. Fossinn Bunárfoss liggur í gegnum tjaldsvæðið og skiptir því þannig í tvo hluta. Annar hlutinn er ætlaður húsbílum, tjaldvögnum og hjólhýsum en hinn hlutinn er ætlaður tjöldum. Á tjaldsvæðinu er gott aðgengi að rafmagni en þar eru einnig sléttar flatir og er svæðið mjög skjólsælt.

Á tjaldsvæðinu eru tvö þjónustuhús, efra og neðra hús. Í efra húsinu er móttaka, sturta og snyrtingar.
Neðra húsið er nýlegt en það var byggt árið 2011. Þar er að finna kvenna- og karlasnyrtingar, snyrtingu með sturtu ætlaða hreyfihömluðum, sturtur og þvottaaðstöðu með þvottavél og þurrkara. Þar er einnig eldhús með örbylgjuofni, brauðrist, helluborði, hraðsuðukatli og borðaðstöðu.

Á svæðinu er leiksvæði fyrir börn.

Á tjaldsvæðinu er nú boðið uppá Wifi frítt

Rekstraraðili tjaldsvæðisins er G.I. halldórsson ehf. Á svæðinu eru tvö þjónustuhús og nóg af rafmagns kössum

Opnunartími

Opið 15.maí til 15.september.


Verð

Verð 2024

Verð fyrir hvern einstakling: 2.450 kr
Barn 0 – 15 ára: Frítt
Eldri borgarar og öryrkjar: 1.500 kr

Rafmagn: 1.300 kr sólarhringurinn
þvottavél og þurrkari saman: klinkvél
Wifi: Frítt
Gistináttaskattur: 333 kr á einingu.