"

Varmahlíð

Draumasvæði fjölskyldunnar. 
Tjaldstæðið í Varmahlíð er afar skjólsælt og fjölskylduvænt svæði með ótal afþreyingarmöguleikum í nágrenninu.

Svæðið er sunnan til í Reykjarhóli sem er fyrir ofan Varmahlíð og var áður Skógrækt Ríkisins. Svæðið er því umlukið áratuga gömlum skógi og því mjög skjólgott. Tjaldsvæðið er í misstórum básum sem eru afmarkaðir með trjábeltum. Í skóginum er aragrúi göngustíga sem gerir hann að frábæru útivistar og ævintýra svæði fyrir unga sem aldna. Af hólnum sjálfum er stórkostlegt útsýni yfir Skagafjörð og sólarlagið er ólýsanlegt.
Á miðju svæðinu er stór Ærslabelgur sem kveikir á sér kl 10 að morgni og slekkur 22 að kvöldi og við hlið svæðisins eru fótbolta og leikvellir. Stutt er að ganga í gegnum skóginn að sundlauginni í Varmahlíð sem er afar barnvæn með nýrri rennibraut, heitum potti og gufubaði.
Sér stæði f. húsbíla/hjólhýsi fyrir þá sem vilja. Tjöld sér (ekki innan um bíla og hjólhýsi).


Þjónusta í boði

  • Ærslabelgur
  • Leikvöllur
  • Hestaleiga
  • Sundlaug
  • Eldunaraðstaða
  • Rafmagn
  • Þurrkari
  • Salerni
  • Þvottavél
  • Sturta
  • Gönguleiðir

Lýsing á aðstöðu

Friðsæll og notalegur staður með snyrtilegum salernum, heitu og köldu vatni og rafmagni. Gamla skógarvarðahúsinu hefur verið breytt í bjart og notarlegt eldhús aðstaða þar sem einnig er að finna þvottavél og þurrkara. Nýjasta byggingin á svæðinu inniheldur fjórar sturtur og salerni fyrir fatlaða.

Stutt er í alls kyns afþreyingu. Á tjaldsvæðinu sjálfu er svokallaður Ærslabelgur þar sem tugir barna geta skemmt sér tímum saman. Skógurinn er ævintýraheimur og mikið net af stígum um hann allan, en samt ekki stærri en það að engin hætta er á að villast😊 Tveir fótboltavellir eru við tjaldsvæðið og aðeins 250 m. ganga eftir fallegum skógarstíg að leikvelli og sundlaug sem er 25 x 12.5 m., ásamt heitum potti og gufubaði. Að auki er sér barnalaug sem er heitari, með nýrri rennibraut fyrir yngri gestina.



Upplýsingamiðstöð er á staðnum þar sem allar upplýsingar varðandi afþreyingu, gönguleiðir, þjónustu, söfn, kirkjur o.fl er að finna og þar við hliðina er verslun Olís sem er bæði hefðbundin veitingastaður og verslun sem selur allt milli himins og jarðar.



ATH. Tjaldsvæðin á Sauðárkróki, Hofsós, Hólum og Varmahlíð eru rekin af sömu fjölskyldu þannig að hægt er að gista fyrstu nóttina á einhverju af þessum fjórum tjaldsvæðum og fá þá lægra verð næstu nótt á eftir á einhverju af hinum tjaldsvæðunum.

Opnunartími

Opið 1. maí til 1. nóvember (opnar fyrr og lokar síðar ef aðstæður leyfa)


Verð

Verð 2023



2000 kr fyrir fyrstu nóttina

1.800 kr fyrir næstu nætur.

Elli og örorkuþegar: 1.800 kr

Elli og örorkuþegar: 1600 kr fyrir næstu nætur

Rafmagn: 1000 kr

Þvottavél: 750 kr

Þurrkari: 750 kr



Aðeins greitt fyrir 13 ára og eldri.