Tjaldsvæðið í Varmalandi er stórt og rúmgott svæði og hentar vel fyrir hópa sem og fjölskyldur. Leiktæki eru á svæðinu en einnig eru frábærir möguleikar til göngutúra í nágrenninu.
Þegar ekið er hringveg 1 að Baulu þá er best að beygja inná Borgarfjarðarbraut (veg 50) og aka svo að Varmalandsvegi en þar er beygt til vinstri. Þaðan eru um 2,5 km að Varmalandi en tjaldsvæðið er við enda byggðarinnar.
Tjaldsvæðið á Varmalandi er í útjaðri þéttbýlisins í kringum jarðhitasvæðið Stafholtstungur. Svæðið er á einskonar tungu sem er á milli Hvítár og Norðurár. Í Varmalandi er íþróttamiðstöð sem er opin frá seinni hluta júní til miðjan ágúst en þar er sundlaug sem er vel nýtt af gestum tjaldsvæðisins. Tjaldsvæðið er stórt og rúmgott og þar fer vel um hópa og fjölskyldur. Leiktæki eru á tjaldsvæðinu en einnig er möguleiki á skemmtilegum göngutúrum og leikjum á svæðinu í kring. Gaman er að ganga uppá klett sem er fyrir ofan svæðið en þaðan er fallegt útsýni yfir svæðið og Borgarfjörðinn.
Stutt er til Borgarness þar sem hægt er að nálgast alla helstu þjónustu. Tjaldsvæðið að Varmalandi er fyrst og fremst fjölskyldusvæði og því eru gestir beðnir um að sýna tillitssemi og takmarka akstur um svæðið. Ölvun og háreysti veldur brottvísun af svæðinu. Ef stærri hópar en 4-5 einingar vilja nýta sér aðstöðuna þarf að hafa samband við umsjónarmann og fá úthlutað plássi hjá honum sé það laust.
20 ára aldurstakmark er á svæðinu.
Aðeins er tekið frá fyrir hópa stærri en 15 einingar.
Verð 2024
Fullorðnir (16+): 2.000 kr nóttin á mann
Eldriborgarar (76+) 1.500 kr nóttin
Börn, 15 ára og yngri: ókeypis
Rafmagn: 1.300 kr nóttin
Gistináttaskattur: 333 kr á hverja einingu.