"

Vatnsholt

Tjaldstæðið er staðsett á grassvæði við Hotel Vatnsholti í Flóahrepp, ca. 15 km austan við Selfoss. Keyrt er út úr Selfoss eins og á leið austur, eftir ca. 7 km er beygt niður til hægri á veg 305 ( Villingaholtsvegur) því næst er beygt til hægri eftir ca. 7 km á veg nr. 309 ( Kolsholtsvegur ) og síðan fyrsta beygja til vinstri, keyrt út á enda og þar er móttaka. Mikilvægt er að fara inn í móttökuna og fá aðstoð með hvaða tenglar/stæði eru laus. Á svæðinu eru 42 rafmagnstenglar.


Þjónusta í boði

 • Hundar leyfðir
 • Rafmagn
 • Aðgangur að neti
 • Losun skolptanka
 • Salerni
 • Heitt vatn
 • Sturta
 • Gönguleiðir
 • Leikvöllur
 • Veiðileyfi
 • Veitingahús
 • Barnaleikvöllur
 • Kalt vatn

Lýsing á aðstöðu

Í Vatnsholti er eitt víðasta útsýni á Suðurlandi en þar má sjá allan fjallahringinn, t.d. Heklu, Tindfjöll, Eyjafjallajökul, Vestmannaeyjar o.fl. Vatnsholt er staðsett við Villingaholtsvatn og hægt er að fara niður að vatni og veiða. Frábært útileiksvæði með stórum kastala og rólu svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að fara í fótboltaminigolf, spila fótbolta á grasvelli með mörkum og njóta þess að vera í kyrrð í sveitinni. Veitingastaður og bar er opin frá kl 08 -23 á kvöldin en á matseðli okkar er m.a. að finna dýrindis pizzur. Inn á veitingastaðnum er að finna ýmsa afþreygingu t.d. billiard, pílukast, fóboltaspil & boltann í beinni.


Verð

Fullorðnir: 1500 kr.
Börn 13-16 ára: 1000 kr.
Börn 0-12 ára: Ókeypis
Rafmagn: 1000 krþ