Upplýsingar um tjaldsvæðin í Herjólfssdal og við Þórsheimili
Tjaldsvæði Vestmannaeyja - Staðsett í Herjólfssdal og við Þórsheimili
Í Herjólfsdal er þjónustuskáli með salernum, sturtum, eldunaraðstöðu með borðkrók,
þvottaaðstöðu og hjólastólaðgengi. Einnig er þvotta- og salernisaðstaða fyrir neðan Fjósaklett og þvottaaðstaða úti ásamt losun skolptanka
Gegn auka gjaldi er aðgengi að rafmagni, þvottavél og þurrkara.
Þá eru einnig leiksvæði fyrir börn á svæðinu.
Í Þórsheimili eru salerni, sturtur, eldunaraðstaða ásamt borðkrók og þvottaaðstaða sem gestir
hafa aðgengi að. Einnig er þvottaaðstaða úti.
Á stórum helgum bætast við ferðasalerni á neðra svæði.
Gegn auka gjaldi er aðgengi að rafmagni, þvottavél, þurrkara ásamt geymslu á farangri.
Rétt er að geta þess að takmarkað magn er af rafmagni og plássi á stóru viðburðum sumarsins.
Því hvetjum við gesti til að mæta tímanlega.
Óheimilt er að nýta rafmagn til að hlaða bíla.
Hundar velkomnir, en lausaganga bönnuð.
Umhverfi
Leiksvæði
Einstakar gönguleiðir
Sundlaug með frábæru útisvæði
Golfvöllur, einn sá fallegasti á Íslandi
Fjölbreytt úrval af veitingastöðum og verslunum í göngufæri
Reglur tjaldsvæðisins
• Tjaldsvæðið er fjölskyldusvæði og yngri en 18 ára þurfa að vera í fylgd forráðamanns.
• Við komu á að greiða dvalargjöld, tjaldvörður er við milli kl. 9 – 14 og tengt
Herjólfsferðum eftir það.
• Umferð ökutækja á tjaldsvæðinu er takmörkuð, einungis er í boði að aka inn á svæðið til
að koma búnaði fyrir og við brottför. Þar fyrir utan á að leggja bílum á bílastæðum. Bílastæði eru við Þórsheimili og inní botni Herjólfsdals.
• Virða ber næturkyrrð á milli kl. 24 - 8.
• Vinsamlegast fylgið leiðbeiningum um flokkun sorps. Flokkunartunnur eru staðsettar við þjónustuhús.
• Gangið vel um svæðið og sýnum hvert öðru tillitssemi.
Ferðir
Herjólfir siglir frá Landeyjahöfn 7 ferðir á dag.
Ferðin tekur aðeins um 35 mínútur.
Nánari upplýsingar um silglingar Herjólfs má finna á https://herjolfur.is
Saga
Vestmannaeyjar samanstanda af 15 eyjum og um 30 skerjum. Þar sem Heimaey er stærst og eina
byggða eyjan með um 4600 íbúa. Það er alltaf mikið líf og fjör í Vestmannaeyjum. Yfir
sumartímann eru tvö stór fótboltamót, Goslokahátíð og hápunkturinn er svo Þjóðhátíð sem
haldin er um verslunarmannahelgina. Auk þess hefur golfvöllurinn og sundlaugin mikið
aðdráttarafl sem og fjölda margir frábærir veitingastaðir og verslanir. Að ógleymdri fallegri
náttúru hvert sem litið er.
23. janúar 1973 var örlagaríkur dagur í sögu Vestmannaeyja þegar eldgos hófst á Heimaey.
Flestir íbúar urðu að yfirgefa heimili sín í skyndi og flýja eyjuna. Margir sáu húsin sín og megnið af
eigum sínum aldrei aftur. Gosið stóð yfir í rúmlega 5 mánuði og eyðilagðist þriðjungur
byggðarinnar eða tæplega 400 hús og byggingar. Meðan gosið stóð yfir var mikil óvissa um það
hvort nokkurn tímann yrði aftur mannabyggð í Vestmannaeyjum. Enn höfum við ekki náð sama
íbúa fjölda og fyrir gos en þá bjuggu hér um 5300 íbúar.
Fyrir ferðamenn sem koma til Vestmannaeyja þá er nauðsynlegt að heimsækja Eldheima sem er
stórkostlega vel heppnað safn um Heimaeyjargosið.
Við óskum þér/ykkur ánægjulegrar dvalar
Með virðingu og vinsemd
Alli, Kata, Evelyn og Helgi
Sími: 8609073
Netfang: camping@ve73.is
Opnunartími
1. maí – 30. september tjaldsvæði í Herjólfsdal. 1. júní – 31. ágúst tjaldsvæði við Þórsheimili. Ekki er tekið á móti pöntunum.
Verðskrá 2024
2300 kr nóttin á einstakling, gistináttaskattur innifalinn
Frítt fyrir 13 ára og yngri
1300 kr rafmagn á sólarhring
1000 kr þvottavél
1000 kr þurrkari
Þjóðhátíð 2024, 150 ára afmæli hátíðarinnar
Fast verð frá 1. – 6. ágúst fimmtudagur - þriðjudags
9900 kr á einstakling yfir hátíðina, gistináttaskattur innifalinn.
Frítt fyrir 13 ára og yngri
Gæsla allan sólarhringinn.
Ekki er tekið á móti pöntunum