Í Vesturdal er lítið tjaldsvæði sem er alla jafna opið frá miðjum júní og fram í miðjan september. Svæðið er einungis ætlað tjöldum. Hvorki rafmagn né heitt vatn er í boði. Símasamband á svæðinu er slitrótt.
Ekki er hægt að bóka fyrirfram gistingu á tjaldsvæðinu í Vesturdal. Landverðir sjá um innheimtu gistigjalda. Gestir eru beðnir um að gera vart við sig í upplýsingahúsi í Vesturdal áður en tjaldað er, eða strax að morgni ef komið er eftir lokun.
Vesturdalur liggur við veg nr. 862 hann er nú malbikaður og því góð færð á sumrin og sæmileg á veturna. Vegurinn er betri en 864 sem er malavegur. Hin leiðin opnar 1-2 vikum seinna og síðan fer það eftir veðurfari hversu lengi fram á haustið vegurinn helst opinn (vanlega fram í miðjan október).
Í Vesturdal er fallegt, náttúrlegt tjaldsvæði. Þar eru vatnssalerni og aðstaða til uppþvotta. Þar er þó ekki heitt vatn (og því ekki sturtuaðstaða) og ekki er hægt að komast í rafmagn. Landverðir eru með skrifstofu á svæðinu sem er opin frá 9 til 19 yfir hásumarið. Þar má fá upplýsingar um þjóðgarðinn, náttúrufar og gönguleiðir. Í Ásbyrgi, 14 km frá Vesturdal er Gljúfrastofa, upplýsinga-og þjónustumiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs á norðursvæði. Í Gljúfrastofu er áhugaverð sýning um náttúrfar og jarðfræði Jökulsárgljúfra. Þar er einnig hægt að fá upplýsingar um náttúru og sögu svæðisins, gönguleiðir og þjónustu.
Fjölbreyttar, stikaðar gönguleiðir eru á svæðinu. Landverðir sjá síðan um fræðsluferðir á hverjum degi um hásumarið. Lagt er af stað kl. 14.00 frá bílastæðinu við Hljóðakletta.
Sjá meira um tjaldsvæðið í Vesturdal https://www.vatnajokulsthjodgardur.is/svaedi/jokulsargljufur/tjaldsvaedid-i-vesturdal
Verð 2024
Aðeins fyrir tjöld
Ekkert rafmagn
2.500 kr – gisting á tjaldsvæði 17-66 ára: pr.einstakling, pr.nótt
2.000 kr - gisting á tjaldsvæði 67+ ára og/eða öryrkjar: pr.einstakling, pr.nótt
Frítt – börn 16 ára og yngri, í fylgd með fullorðnum
333 kr – gistináttaskattur á gistieiningu pr.sólarhring
Gjaldið miðast við gistingu í stæði í eina nótt.
· Eldri borgurum (67 ára og eldri) og öryrkjum er veittur 20% afsláttur af gistigjöldum.