"

Egilsstaðir

Tjaldsvæðið á Egilsstöðum er opið allt árið. Tjaldsvæðið er miðsvæðis í bænum í klettaskjóli við Kaupvang, steinsnar frá helstu verslunar- og þjónustuaðilum á Egilsstöðum. Egilsstaðir er af mörgum kallaðir höfuðstaðir Austurlands en Fljótsdalshérað er annað stærsta hérað Austurlands með um 4.600 íbúa. Þar af búa um 2.300 á Egilsstöðum og um 450 manns í Fellabæ sem gerir þetta svæði að stærsta þéttbýliskjarna á Austurlandi. Mikið úrval verslana er á svæðinu og mikið af þjónustufyrirtækjum sem þjónusta jafnt ferðamenn sem íbúa. Mikil náttúrufegurð er á Egilsstöðum og í næsta nágrenni sem gerir Egilsstaði að tilvöldum stað til að gista á og ferðast þaðan í dagsferðir til annarra staða á Austurlandi. Þannig er stutt að fara í Hallormsstaðaskóg, Seyðisfjörð og á Eiðar. Heitar laugar er hægt að nálgast í Vök Baths í 4 km fjarlægð og Laugarfell á hálendinu. Hellir leynist bak við Fardagafoss sem er í 5 mín aksturfjarlægð (20-30 mín ganga).


Þjónusta í boði

  • Ærslabelgur
  • Náttúrulaug
  • Þurrkari
  • Salerni
  • Kalt vatn
  • Þvottavél
  • Losun skolptanka
  • Rafmagn
  • Hellir
  • Opið allt árið
  • Leikvöllur
  • Heitt vatn
  • Aðgangur að neti
  • Sturta
  • Hundar leyfðir

Lýsing á aðstöðu

Öll helsta aðstaða er fyrir hendi á tjaldsvæðinu, aðgangur að rafmagni, leiktæki fyrir börn, snyrtingar (einnig með aðgengi fyrir fatlaða), þvottaaðstaða og sturtur. Ærslabelgur er í Tjarnagarði í 2 mín akstursfjarlægð. Á svæðinu eru útiborð og bekkir ásamt aðstöðu til að vaska upp. Þar eru útiskýli með tveimur hellum til að elda á ásamt því að eldunaraðstöðu hefur verið komið fyrir í stærra og breyttu þjónustrými. Í þjónustuhúsi tjaldsvæðisins er að finna Egilsstaðastofu Visitor Center þar sem hægt er að fá upplýsingar, kaupa kaffi, ís og kort af svæðinu. Kaffi- og kakósjálfsali er í þjónustuhúsinu. Þar er einnig aðgengi að örbylgjuofni, brauðrist og hraðsuðukatli. Þjónusturýmið, sem er opið 24/7, var stækkað og betrumbætt í upphafi árs 2022 og aðstaðan því algjörlega til fyrirmyndar.
Þá er hægt að leigja reiðhjól á tjaldsvæðinu og fá lánaðar hárþurrkur. Egilsstaðastofa er opin frá 7:00-23:00 frá byrjun júní til enda ágúst með styttri opnunartíma hina mánuðina.

Sundlaugin á Egilsstöðum er aðeins 1 km í burtu frá tjaldsvæðinu.


Verð

Verð 2024

Verð fyrir fullorðna, 13-67 ára: 2.500 kr.
Ellilífeyrisþegar / Öryrkjar: 1.750 kr.
Frítt fyrir 12 ára og yngri.
Rafmagn: 1.500 kr. pr. sólahringur.
Verð fyrir þvottavélar og þurrkara: 1000 kr. þvottaefni innifalið)
WIFI: frítt
Gistináttaskattur 333 krónur bætist sjálfkrafa við hverja nótt