"

Hellissandur

Mjög gott tjaldsvæði er á Hellissandi, en það opnaði sumarið 2011. Tjaldsvæðið er vestan megin við Sjómannagarðinn, eða á vinstri hönd þegar komið er inní bæinn frá Rifi. Á Hellissandi er bensínstöð, safn, verslanir og önnur nauðsynleg þjónusta er innan seilingar.


Þjónusta í boði

  • Sturta
  • Leikvöllur
  • Losun skolptanka
  • Heitt vatn
  • Uppþvottaaðstaða
  • Þráðlaust net
  • Þvottavél
  • Kalt vatn
  • Eldunaraðstaða
  • Rafmagn

Lýsing á aðstöðu

Tjaldsvæðið á Hellissandi er staðsett rétt fyrir utan þorpið í einni af mörgum náttúruperlum Snæfellsbæjar.
Glæsilegt þjónustuhús er á tjaldsvæðinu með eldunaraðstöðu, vaskarými, klósettum og sturtu.

Frá tjaldsvæðinu eru skemmtilegar gönguleiðir og aðgengi að fallegum fjörum með öllum þeim ævintýrum sem þær bjóða uppá. Sólsetrin við Breiðafjörð eru óviðjafnanleg og Snæfellsjökull vakir yfir gestum.

Þjóðgarðsmiðstöð Snæfellsjökulsþjóðgarðs stendur við hliðina á tjaldsvæðinu.

Á tjaldsvæðinu er einnig leikvöllur fyrir börn. Stutt er á ærslabelg, fótboltavöll, frisbígolfvöll og skógræktarsvæðið Tröð. Verslun og þjónusta á Hellissandi er í göngufæri frá tjaldsvæðinu.

Opnunartími

Opið frá 15. april til 30. september 2025


Verð

Verðskrá 2025

Almennt gjald: 2.000 kr.
Börn, 0-13 ára: Frítt
Börn, 14-16 ára: 500 kr.
- frítt fyrir börn í fylgd með foreldrum/forráðamönnum
Ellilífeyrisþegar (65+) og öryrkjar: 1.500 kr.

Tilboð:
Fyrsta nóttin: 2.000 kr.
Önnur nóttin: 1.700 kr.
Þriðja nóttin: 1.700 kr.
Fjórða nóttin: 1.300 kr.

Annað:
Rafmagn pr. dag: 1000 kr.