"

Tjaldsvæðið á Ljósafossi

Lýsing tjaldsvæðis

Tjaldsvæðið í Ljósafossskóla er 20 mínútur frá Selfossi og er opið allt árið.

Í nærumhverfi er mikil og falleg náttúra, góðar gönguleiðir og stutt í afþreyingu. Sundlaug er í um 11 mínútna akstur, golfvöllur er í um 4 mínutna fjarlægð og hestaleiga í um 5 mínútna fjarlæðg sem dæmi. Einnig er stutt í Selfoss og alla þjónustu

Veitingastaðurinn Þrastalundi er í 10 mínútna akstur, þar er einnig verslun með allar helstu nauðsynjavörur. Gegn framvísun kvittunar þá færðu 15% afslátt af mat og drykk hjá Þrastalundi

Á tjaldsvæðinu er góð aðstaða fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Hér er góð salernisaðstaða með sturtum og hægt er að komast í þvottavél og þurrkara.

Á svæðinu eru rafmagnstenglar


Þjónusta í boði

  • Opið allt árið
  • Leikvöllur
  • Heitt vatn
  • Aðgangur að neti
  • Þvottavél
  • Sturta
  • Hundar leyfðir
  • Golfvöllur
  • Rafmagn
  • Þurrkari
  • Salerni
  • Kalt vatn
  • Aðgengi fyrir hjólastóla
  • Smáhýsi til útleigu
  • Losun skolptanka
  • Eldunaraðstaða
  • Gönguleiðir

Lýsing á aðstöðu

Mjög góð sturtuaðstaða og aðgangur að eldhúsi

Opnunartími

Opið allt árið


Verð

Verð 2023

Fullorðnir: 4.000 kr.
Börn: 2.000 kr.
Rafmagn: 2.000 kr.