"

Stöðvarfjörður

Tjaldsvæðið er við austurenda byggðarinnar, við fallegt skógræktarsvæði.


Þjónusta í boði

  • Leikvöllur
  • Veiðileyfi
  • Veitingahús
  • Salerni
  • Sundlaug

Lýsing á aðstöðu

Tjaldsvæðið er við austurenda byggðarinnar, með salerni, rafmagni og losun fyrir húsbíla. Það stendur við fallegt skógræktarsvæði með grillaðstöðu og leiktækjum. Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn er opin allt árið í Brekkunni. Steinasafn Petru á Stöðvarfirði er eitt stærsta steinasafn sinnar tegundar og laðar á ári hverju til sín mikinn fjölda ferðamanna. Brekkan er allt í
senn verslun, veitingastaður og upplýsingamiðstöð og skammt þar frá er veitinga- og gistihúsið Hótel Saxa.

Opnunartími

1. júní - 31. ágúst


Verð

Verð 2024

Fullorðinn 2000 kr/mann nóttin + gistináttaskattur
Eldriborgarar og öryrkjar 1750 kr/mann + gistináttaskattur
Frítt fyrir börn Yngri en 16 ára
Rafmagn 1000 kr/sólarhring