Fossatún er staðsett miðja vegu milli Borgarness og Reykholt í miðjum Borgarfirði. Umhverfi og náttúra er einstaklega fallegt á bökkum Grímsár og við Blundsvatn. Svo blasir borgfirski fjallahringurinn við með Skarðsheiðina og Baulu í broddi fylkingar.
Tröllagarðurinn er göngu- leik- og útivistarsvæði, sem nýtur mikilla vinsælda sem áfangastaður í Borgarfirði. Undanfarið hefur verið unnið að skipulagi svæðisinis og það samanstendur nú af trölla- og þjóðlagagöngu ásamt tröllaleikjum, s.s. tröllafet, tröllaspark, tröllaorð o.fl. sem stuðlar að skemmtilegri og fjölskylduvænni samveru í fallegri náttúru.
Viðbót tjaldsvæðisins og Tröllagarðsins við veitinahúsið og hina fjölbreyttu gistiaðstöðu þ.e. tjaldsvæði, svefnpokagisting, gistiheimili og hótelgisting, skapar Fossatúni algjöra sérstöðu í ferðaþjónusturekstri auk þess sem tröllabókarskrif og tónlistartenging eigenda hefur mótað umhverfið og virkar sem aðdráttarafl.
Innritun/tékk inn á tjaldsvæði er frá 15 – 21 – Útritun/tékk er frá 10 -15.
Verðskrá miðast við gistinótt á gistieiningu: hjólhýsi, húsbíl, fellihýsi, tjald. Miðað er við að í hverri einingu séu að hámarki 2 fullorðnir og 3 börn eldri en 6 ára eða 3 fullorðnir. Fyrir hvern fullorðinn umfram í gistieiningu er 1000 kr. aukagjald en sé aðeins 1 fullorðinn og 1 barn yfir 6 ára í gistieiningu er 1000 kr. afsláttur frá grunnverði. Passi þessi rammi ekki þá ræðum við málin.
Tjaldsvæðið í Fossatúni býður upp á 8 aðskilin svæði/hólf, sem umlukin eru skjólbeltum. Hólfin eru nefnd eftir íslenskum hljómsveitum. Verðlagning miðast við að hagstætt sé fyrir fjölskyldufólk að dvelja við góðar aðstæður og hafa jafnframt aðgengi að einstakri afþreyingu og aðstöðu.
Mikil afþreying og aðstaða er innifalin: Tröllagarður, einstakt leiksvæði fyrir alla fjölskylduna og gönguleiðir, leiksvæði: leikkastali og trambólín, sturtur og heitir pottar, mini-golf, uppvöskunaraðstaða með heitu og köldu vatni, salernisaðstaða, risa útigrill með palli og borðastöðu og losun á salernisúrgangi.
Á svæðum/hólfum 1-4: Brimkló, Bara flokkurinn, Náttúra og Randver er grunnverðið 5.000 kr. fyrir einingu. Hólfið eru með 6 aðskildum stökum (einka) stæðum fyrir 1 gistieiningu hvert. Tilvalið fyrir gesti sem vilja hafa rúmgóð sér stæði fyrir sig og sína.
Á svæðum 5-8: Spilverk, Sykurmolar, Trúbrot og Þokkabót er grunnverð 4.000 kr. fyrir einingu. Hólfin eru rúmgóð
( uþb. 1000 m2) opin svæði fyrir takmarkaðann fjölda gistieininga (oftast 8) þannig að gestir geta haft gott bil á milli sín ef þeir vilja. Tilvalið fyrir einstaklinga og minni hópa.
Við mælum með að gestir panti í gegnum bókunarkerfi Fossatúns á heimasíðunni.
Hundar eru leyfðir og eigendur þeirra ábyrgir fyrir að hafa þá í taumi og að þeir trufli ekki aðra gesti. Rafmagnstenglar eru í öllum hólfum annaðhvort tveggja eða þriggja pinna (sjá kort) Ætlast er til að gestir sýni tillitssemi og frá 24 til 09 er stranglega bannað að vera með hávaða eða valda ónæði. Aldurstakmark til að panta og vera í sér gistieiningu er 23 ár.
Veitingastaður: Rock´n´Troll Kaffi er á svæðinu og þar er í boði: morgunverður, kaffiveitingar og kvöldverður. Æskilegt er að panta fyrirfram.
Verð 2021
Verð á gisteiningu í hólfunum: Spilverk, Sykurmolar, Trúbrot og Þokkabót
4.000 kr. og 1000 kr. fyrir rafmagn.
Verð á gistieiningu í hólfunum: Brimkló, Bara flokkurinn, Náttúra og Randver
5.000 kr. og 1000 kr. fyrir rafmagn.
20% afsláttur til viðbótar fyrir stæði mánudaga til fimmtudaga og 15% afsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja