"

Á, Skarðsströnd

Tjaldsvæðið Á, Skarðsströnd er staðsett við sunnanverðan Breiðafjörð og þar er mikið náttúrulíf.


Þjónusta í boði

  • Salerni
  • Sturta
  • Rafmagn
  • Þvottavél
  • Gönguleiðir

Lýsing á aðstöðu

Eldra tjaldsvæðið er staðsett á fallegum stað í þéttum birkiskógi nálægt Ártindum sem er falleg klettamyndun. Nýtt tjaldsvæði hefur verið tekið í notkun sem er á heima túni við bóndabæinn Á.

Við eldra tjaldsvæði er klósettaðstaða og vaskar en einungis kalt vatn í boði. Á heimatúni bóndabæjarins Á er búið að endurgera mjólkurhúsið sem hreinlætisaðstöðu með 3 klósettum og heitu og köldu vatni. Rafmagn er í boði á túninu og 24 innstungur eru þar í tveimur kössum. Þar er aðstaða til að elda og borða innandyra en þar er eldavél og örbylgjuofn. Einnig er þvottavél og sturta. Á tjaldsvæðinu er einnig búnaður til að losa úr húsbílum.
Fallegur staður við sunnanverðan Breiðafjörð þar sem hægt er að njóta fallegra gönguleiða ásamt öllu því nátturulífi sem Breiðafjörður hefur uppá að bjóða. Nýleg var stikuð stutt og skemmtileg gönguleið meðfram Ártindunum uppá brún að fallegu útsýni yfir Breiðafjörð um það bil kílómeter.


Verð

Verð 2023

Verð á tjald: 3.000 kr.
Verð á hjólhýsi: 3.000 kr.
Verð á tjaldvagn: 3.000 kr.
Verð á húsbíl: 3.000 kr.

Rafmagn 1000 á sólarhring

Innifalið er sturta og þvottavél. Einnig er virðisaukaskattur innifalinn.