"

Árnes

Tjaldsvæðið Árnesi er stutt frá mörgum af helstu náttúruperlum Þjórsárdals. Á svæðinu er leikvöllur, sundlaug og fótboltavöllur.
Ath. Ekki er hægt að hringja og bóka stæði hjá okkur né láta taka frá stæði.


Þjónusta í boði

  • Hundar leyfðir
  • Salerni
  • Heitt vatn
  • Sturta
  • Rafmagn
  • Barnaleikvöllur
  • Kalt vatn

Lýsing á aðstöðu

Tjaldsvæðið er í fallegu umhverfi við Kálfá. Rúmgóðar flatir með 60 rafmagnstenglum einnig góð hliðarsvæði. Þá er góð flöt fyrir minni hópa ( s.s. ættarmót) alveg við sundlaugina á staðnum. Á staðnum er fótboltavöllur, leikvöllur, gistiheimili og Árborg verslun / veitingar. Þjórsárstofa, veitingar / bar, Gestastofa – Visitor Centre, Upplýsingamiðstöð með margmiðlunarsýningu um Þjórsá og norðurljós og gagnvirkum skjáum með upplýsingunum um svæðið.


Verð

Verð 2021

Fullorðinn: 1.500 kr
Öryrkjar og eldri borgarar: 1.000 kr
Börn 0-11 ára: Frítt
Börn 12 – 16 ára: 1.000 kr
Rafmagn: 900 kr