"

Ártún

Góð aðstaða, og nægt pláss er fyrir tjöld, fellihýsi, húsvagna og húsbíla. Góð hreinlætisaðstaða. Snyrtingar með sturtu, inniaðstaða fyrir fólk til að matast. Rafmagn. Seyrulosun er á staðnum. Möguleiki á þráðlausri internettengingu.


Þjónusta í boði

  • Gönguleiðir
  • Salerni
  • Eldunaraðstaða
  • Eldunaraðstaða
  • Sturta

Lýsing á aðstöðu

Ártún er í Grýtubakkahreppi í Höfðahverfi(Vegnúmer 83) á milli kirkjustaðarins Laufáss(2km./ca. 3 mín) og Grenivíkur(8km./ca.10 mín)

Ef ekið er austur frá Akureyri, áleiðis að Víkurskarði, er beygt til vinstri við Grenvíkurveg(vegnr. 83) . Vegalengdin frá Akureyri er aðeins 30 km. eða um það bil 30 mínútna akstur.

Stutt er til Grenivíkur í aukna þjónustu svo sem verslun, sundlaug, golfvöll, útgerðarminjasafn, gallery og fleira. Úrval áhugaverðra staða er í nágrenni Ártúns sem vert er að skoða svo sem Minjasafnið í Laufási. Fallegar gönguleiðir, fjölskrúðugt fuglalíf, hestferðir í nágrenninu, sólsetur á heimsmælikvarða og fleira sem heillar

Góð aðstaða, og nægt pláss er fyrir tjöld, fellihýsi, húsvagna og húsbíla. Góð hreinlætisaðstaða. Snyrtingar með sturtu, inniaðstaða fyrir fólk til að matast. Rafmagn. Seyrulosun er á staðnum. Möguleiki á þráðlausri internettengingu. Vínveitingar eru í boði í veitingaskálanum í Ártúni. Tjaldstæðin eru vel slétt og þétt. Rýmið er nánast óendanlegt og gefur því þeim sem það vilja, kost á að vera vel útaf fyrir sig. Boðið er upp á hart og þétt svæði fyrir húsbíla og þyngri ferðavagna og sér stæði fyrir tjöld sem er með mýkra undirlagi.

Svæðið í kringum Ártún er einstaklega hentugt til gönguferða og fjallgöngu. – Fjallið Kaldbakur er 1167 m hátt. Skemmtilegar gönguleiðir eru upp á Kaldbak, en fyrir þá sem kjósa léttari fjallgöngu er Þengilhöfði 260 m hátt fjall, suður af Grenivík, ákjósanlegri kostur. Þá er afar vinsælt að ganga á Laufáshnjúk sem er 662 m hár. Nokkuð auðvelt er að ganga á hann en síðasti hlutinn er þó nokkuð brattur. Á toppi hans er dýrðleg útsýn yfir Eyjafjörð.

Margt er að sjá í nágrenninu s.s.

Gamli bærinn í Laufási, minjasafn(2 km.)
Útgerðarminjasafnið á Grenivík(8 km.)
Á Grýtubakka(4 km.) er rekin hestaleigan Pólarhestar,
Kaldbaksferðir bjóða upp á snjótroðaraferðir á veturna, á Kaldbak.
Veiði er í Fnjóská og Fjarðará í Hvalvatnsfirði


Verð

Verð 2021

Verð fyrir fullorðna (16 ára og eldri): 1.200 kr.
Verð fyrir börn: Frítt fyrir börn undir 16 ára.
Rafmagn: 1000 kr