"

Ásbrandsstaðir, Vopnafirði

Tjaldsvæðið Ásbrandsstaðir er vel staðsett, aðeins um 8 km frá Vopnafirði.


Þjónusta í boði

 • Golfvöllur
 • Rafmagn
 • Þvottavél
 • Eldunaraðstaða
 • Salerni
 • Eldunaraðstaða
 • Gönguleiðir
 • Leikvöllur
 • Sundlaug
 • Svefnpokapláss
 • Sturta

Lýsing á aðstöðu

Tjaldsvæðið tvískipt, annar hlutinn er slétt tún með rafmagnsstaurum og hinn hlutinn er malarsvæði með rafmagnsstaurum. Á svæðinu er þjónustuhús með tveim salernum og sturtu. Þar er einnig eldhús með eldunaraðstöðu, tvískiptum ísskáp og pappadiskur og plast hnífapörum ef gestum vantar. Þar eru borð og stólar ásamt litlu borði fyrir börn. Úti er tréborð með áföstum bekkjum.
Einnig er leiksvæði með leiktækjum, meðal annars trampolini og kastala.

Búið er að bæta aðkeyrsluna svo nú er hún fær bílum af öllum stærðum og gerðum.

Hundar eru leyfðir ef óskað er sérstaklega eftir því.


Verð

Verð 2020

Fullorðinn: 1.500 kr
Börn, 11 – 18 ára: 700 kr
Börn, 0 – 10 ára: Frítt
Rafmagn: 500 kr
Þvottavél: Frjálst framlag, baukur á borðinu
Þurrkari: Frjálst framlag, baukur á borðinu