"

Ásbyrgi

Í Ásbyrgi er stórt tjaldsvæði með aðstöðu fyrir tjöld, fellihýsi og húsbíla. Rafmagnstengi eru á tjaldsvæðinu.


Þjónusta í boði

  • Golfvöllur
  • Rafmagn
  • Þvottavél
  • Sturta
  • Gönguleiðir
  • Leikvöllur
  • Salerni

Lýsing á aðstöðu

Í Ásbyrgi er annað af tveimur tjaldsvæðum Vatnajökulsþjóðgarðs í Jökulsárgljúfrum, í Vesturdal er minna tjaldsvæði. Þjóðgarðurinn er opinn gestum allt árið um kring en tjaldsvæðið í Ásbyrgi er opið frá 1. apríl til 31. október. Ásbyrgi liggur við þjóðveg 85. Frá Húsavík eru um 65 km austur til Ásbyrgis. Einnig er hægt að fara af hringveginum (1) norður Dettifossveg (862) að þjóðvegi 85. Það ber þó að athuga að þessi leið getur verið lokuð/ófær að vetri.

Í Ásbyrgi er stórt tjaldsvæði með aðstöðu fyrir tjöld, fellihýsi og húsbíla. Rafmagnstengi eru á tjaldsvæðinu (48 tenglar með 1500 W). Í snyrtihúsi eru 4 sturtur fyrir hvort kyn, þvottavél og þurrkaðstaða. Útigrill eru á tjaldsvæðinu (kolagrill), leiktæki og áningaborð. Í Ásbyrgi er Gljúfrastofa, upplýsinga-og þjónustumiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs á norðursvæði. Í Gljúfrastofu er áhugaverð sýning um náttúrfar og jarðfræði Jökulsárgljúfra. Þar er einnig hægt að fá upplýsingar um náttúru og sögu svæðisins, gönguleiðir og þjónustu. Á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi er einnig lítið afgreiðsluhús er kallast Álfhóll. Álfhóll er opinn frá seinni parti dags og langt fram á kvöld. Þar eiga gestir að ganga frá greiðslum vegna gistingar.

Fjölbreyttar og vel merktar gönguleiðir eru innan þjóðgarðsins. Yfir hásumarið er boðið upp á fjölbreytta dagskrá, þar sem boðið er m.a. upp á fræðsluferðir, barnastundir, kvöldgöngur og varðeld um verslunarmannahelgi. Dagskrána er hægt er að nálgst á heimasíðu þjóðgarðsins.
Ró skal vera á tjaldsvæðinu á milli kl 23:00 – 07:00.
Salernið í Ásbyrgi er með aðgengi fyrir hjólastóla.
Hundar eru leyfðir í bandi.


Verð

Verð 2021

Gistieining pr.nótt 250 kr.
Gistigjald fullorðinn 18-66 ára: fyrsta nótt kr. 1.250;
Gistigjald ellilífeyrisþegar/öryrkjar: fyrsta nótt kr. 1.000
Gistigjald 13-17 ára: fyrsta nótt kr. 700
Aðgangur 12 ára og yngri barna, í fylgd með fullorðnum, að tjaldstæði er gjaldfrjáls.