Bolungarvík
Lýsing tjaldsvæði
Tjaldsvæðið í Bolungarvík er staðsett á bökkum Hólsár við Sundlaug Bolungarvíkur.
Þjónusta í boði
- Leikvöllur
- Veiðileyfi
- Sundlaug
- Salerni
- Kalt vatn
- Hundar leyfðir
- Golfvöllur
- Rafmagn
- Heitur pottur
- Þvottavél
- Eldunaraðstaða
- Heitt vatn
- Sturta
- Eldunaraðstaða
- Gönguleiðir
Lýsing á aðstöðu
Þjónustuhús fylgir tjaldsvæðinu en þar er matsalur fyrir gesti tjaldsvæðins með eldunaraðstöðu. Einnig er þvottaaðstaða í þjónustuhúsinu með þvottavél og þurrkara og salernis- og snyrtiaðstaða en á opnunartíma sundlaugarinnar er einnig hægt að nýta salerni og snyrtingu þar. Á tjaldsvæðinu er rafmagn, útisnúrur og kolagrill.
Í næsta nágrenni við tjaldsvæðið er íþróttahús, sparkvöllur með gervigrasi, hreystivöllur, frisbígolfvöllur, golfvöllur og svo auðvitað sundlaugin, heitir pottar, upphituð vaðlaug, vatnsrennibraut og kaldur pottur. Einnig er í boði gufubaðstofa með góðri hvíldaraðstöðu.
Sundlaugin er opin á virkum dögum frá kl. 06:15-21:00 og frá kl. 10:00-18:00 um helgar.
Veitingastaðir eru Einarshús og Geiri á sjoppunni. Þá er áhugavert að skoða Sjóminjasafnið Ósvör, Náttúrugripasafn Bolungarvíkur og Grasagarða Vestfjaðra.
Bjarnabúð í Bolungarvík er ein elsta starfandi verslun á Íslandi en hún var stofnuð árið 1927 og svo er Kjörbúð í Bolungarvík.
Sumarveiði er í Syðradalsvatni og ekki er úr vegi að skoða surtarbrandsnámurnar í Syðridal og svo leggja margir leið sína um Bolungarvíkurhöfn.
Margir fara veginn upp á Bolafjall en þaðan er einstakt útsýni í góðu veðri og halda síðan áfram út í Skálavík sem er vinsælt útivistarsvæði.
Gönguleiðir eru einnig fjölmargar: www.bolungarvik.is/gonguleidir
Sundlaug Bolungarvíkur er opin á virkum dögum frá kl. 06:15-21:00 og frá kl. 10:00-18:00 um helgar.
Verð
Verð 2018
Verð á tjald: 1.300 kr
Verð á hjólhýsi, fellihýsi og húsbíla: 2.300 kr
Rafmagn: 1.000 kr á sólarhring
Þvottavél: 1.100 kr
Sturta í Árbæ: 400 kr
Frí gisting fjórðu hverja nótt.
Á tjaldsvæði Bolungarvíkur gildir útilegukortið. Þá fá meðlimir FÍB afslátt.