"

Borðeyri

Tjaldsvæðið á Borðeyri er ágætlega slétt grasflöt með alllöngum skjólvegg fyrir norðanátt. Það er staðsett mjög nálægt fjöru og er vel til fallið að fara í fjöruferð að morgun- eða kvöldlagi, þegar hvað lygnast er í firðinum.


Þjónusta í boði

  • Leikvöllur
  • Heitt vatn
  • Gönguleiðir
  • Salerni
  • Kalt vatn
  • Rafmagn

Lýsing á aðstöðu

Fuglalíf er fjölskrúðugt og selir sjást nokkuð oft. Eins er sólarlagið oft á tíðum einstaklega fallegt séð frá tjaldstæðinu. Tjaldsvæðið er sem sagt í útjaðri eins minnsta þorps á Íslandi, þ.e. Borðeyri, en sá staður á sér merka sögu sem vert er að kynna sér með því að rölta um og lesa m.a. á söguskilti sem búið er að koma upp á svæðinu og einnig að skoða gömul hús sem enn standa. Til að mynda Riishús frá árinu 1862, en það hús er verið að gera upp og þykir einstaklega falleg bygging.

Ágætt aðstöðuhús er á tjaldsvæðinu, það rúmar 2 salerni auk góðrar aðstöðu m.a. fyrir uppvask. Heitt og kalt vatn er í boði,rafmagnstenglar, stórt kolagrill, 2 áningaborð, sorptunnur, sparkvöllur er skammt frá auk leiksvæðis fyrir börn (við grunnskólahús sveitarinnar upp á hæð skammt frá)
Auk peninga er tekið við kortum (posi á staðnum ef gestir óska þess). Rekstraraðilar tjaldsvæðisins reka einnig gistihúsið Tangahús sem er í um 100 metra fjarlægð frá tjaldsvæðinu. Í sumar er í Riishúsi á Borðeyri handverksmarkaður, nytjamarkaður og kaffisala frá kl:14:00 á daginn til kl: 17:00. Margt að sjá þar.

Opnunartími

1. júní til 15 september


Verð

Verð 2023

Verð fyrir fullorðna: 1.500 kr
Verð fyrir börn: Frítt fyrir börn að 14 ára aldri
Rafmagn: 500 kr