Breiðavík er staðsett við veginn út að Látrabjargi. Á Breiðavík er rekin ferðaþjónusta með fjölbreyttum gistimöguleika, góðri aðstöðu og er mikil náttúrufegurð allt um kring.
Ný snyrtiaðstaða hefur verið tekin í notkun með aðgreindum snyrtingum, sturtum, þvottavél, þurrkara og þurrksnúrum.
Hreinlætishús með heitu og köldu vatni er á tjaldstæðinu.
Þvottavél – þurrksnúrur – sturtur – eldhús – matsalur – aðgangur að rafmagni -grillaðstaða.
Mjög góð aðstaða fyrir fjölskyldufólk. Frítt internet, frítt kaffi og te.
Verð 2024
Verð fyrir fullorðna: 2.400 kr
Frítt fyrir 12 ára og yngri.
Innifalið í verðum er eldhúsaðstaða, sturta, aðgengi að þvottavél, rafmagn og þráðlaust net.