Tjaldsvæðið á Egilsstöðum er opið allt árið með salernis og sturtuaðstöðu opna allan sólarhringinn. Tjaldsvæðið er miðsvæðis í bænum, í klettaskjóli við Kaupvang, steinsnar frá söluskála N1, versluninni Nettó og öðrum helstu verslunar- og þjónustuaðilum.
Sjá nánari upplýsingar hér að neðan.
.
.
.
470-0750
Egilsstaðir er af mörgum kallaðir höfuðstaðir Austurlands en Fljótsdalshérað er annað stærsta hérað Austurlands með um 4.600 íbúa. Þar af búa um 2.300 á Egilsstöðum og um 450 manns í Fellabæ sem gerir þetta svæði að stærsta þéttbýliskjarna á Austurlandi. Mikið úrval verslana er á svæðinu og mikið af þjónustufyrirtækjum sem þjónusta jafnt ferðamenn sem íbúa. Mikil náttúrufegurð er á Egilsstöðum og í næsta nágrenni sem gerir Egilsstaði að tilvöldum stað til að gista á og ferðast þaðan í dagsferðir til annarra staða á Austurlandi. Þannig er stutt að fara í Hallormsstaðaskóg, Seyðisfjörð og á Eiðar.
Öll helsta aðstaða er fyrir hendi á tjaldsvæðinu, aðgangur að rafmagni, leiktæki fyrir börn, snyrtingar (einnig með aðgengi fyrir fatlaða), þvottaaðstaða og sturtur. Á svæðinu eru útiborð og bekkir ásamt aðstöðu til að vaska upp. Þar eru einnig tvær hellur og skýli þar sem hægt er að elda í. Í þjónustuhúsi tjaldsvæðisins er að finna Egilsstaðastofu Visitor Center. Kaffi- og kakósjálfsali er í þjónustuhúsinu. Þar er einnig aðgengi að örbylgjuofni og hraðsuðukatli.Þá er hægt að leigja reiðhjól á tjaldsvæðinu.
Sundlaugin á Egilsstöðum er aðeins 1 km í burtu.
OpnunartímiOpið allt árið
Opnunartími þjónustumiðstöðvar
1. okt 2018 – 1. apríl 2019: 08:30 – 12:00 alla virka daga.
Opnunartíminn hjá Egilsstaðastofu er birtur með fyrirvara um lengri opnun í vor ef þörf er talin á. Tjaldsvæðið er hins vegar opið allt árið með salernisaðstöðu opinni 24/7
- Playground
- Toilets
- Electricity
- Warm water
- Cold water
- Dogs allowed
- Washing machine
- Shower
- Waste disposal for mobile homes
- Bike rental
- Internet
Verð 2019
Verð fyrir fullorðna, 13-67 ára: 2.000 kr.
Ellilífeyrisþegar / Öryrkjar: 1.000 kr.
Verð fyrir börn: Frítt fyrir 12 ára og yngri.
Rafmagn: 1.000 kr. sólahringur.
Verð fyrir þvottavélar og þurrkara: 800 kr.
Aðgangur að þráðlausu neti: frítt
*Athugið að gistináttaskatturinn sem er 300 kr. er innifalinn í verðunum.
Sturtur og salerni eru innifaldar í verði tjaldsvæði.
loading map - please wait...