Fáskrúðsfjörður
Lýsing tjaldsvæði
Tjaldsvæðið er í friðsælu umhverfi við fallegt lón rétt innan við byggðina.
Þjónusta í boði
- Leikvöllur
- Veitingahús
- Salerni
- Gönguleiðir
- Veiðileyfi
- Sundlaug
- Sturta
- Rafmagn
Lýsing á aðstöðu
Tjaldsvæðið er í friðsælu umhverfi við Ósinn, rétt innan við byggðina. Þar eru sturtur, snyrting,rafmagn og losun fyrir húsbíla. Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn er starfandi á sumrin í Gallerí Kolfreyju.
Söguleg tengsl við Frakkland eru mikil á Fáskrúðsfirði og bera götur bæjarins bæði íslensk og frönsk heiti. Lokið var við endurgerð frönsku húsanna sumarið 2014, en þekktast þeirra er líklega Franski spítalinn. Franskir dagar eru fjölskylduhátíð með frönsku ívafi sem haldin er helgina fyrir verslunarmannahelgi ár hvert á Fáskrúðsfirði. Sundlaugin á Fáskrúðsfirði er notaleg innilaug með heitum útipotti
Verð
Verð 2020
Fullorðnir: 1.200 kr
14 ára og yngri: Frítt
Rafmagn: 800 kr