Samkvæmt upplýsingum tjalda.is eru tjaldsvæði ýmist með lokað, skerta þjónustu eða takmörk á fjölda vegna Covid 19. Sum tjaldsvæði eru ekki með opna sturtu en önnur takmarka fjölda til sín á meðan á samkomubanni stendur. Samkomubannið á að standa núna til 4 maí nk. Flest tjaldsvæði stefna á opnun um leið og samkomubanni lýkur eftir því sem þau mega. Samkvæmt okkar upplýsingum hefur heilbrigðiseftirlit Suðurlands sent póst á tjaldsvæði á Suðurlandi og ítrekað að skv fyrirmælum sóttvarnarlæknis skulu þjónustuhúsnæði tjaldsvæða vera lokuð á meðan á samkomubanni stendur. Reynt verður að uppfæra þessa frétt eftir því sem upplýsingar berast en við á tjalda.is hvetjum ferðalanga til að hafa beint samband við tjaldsvæðin áður en lagt er af stað. UPPFÆRT 4 MAÍ 2020 Gefnar voru út leiðbeiningar fyrir tjaldsvæði, hjólhýsasvæði og fleiri af embætti Landlæknis. Þessar leiðbeiningar gilda þar til þörf verður á endurskoðun. Þar kemur meðal annars fram að skipta þarf upp hverju tjaldsvæði í 50 manna sóttvarnarými, virða beri 2 metra reglu og að það sé að lágmarki 4 metrar á milli tjaldeininga. Sjá má nánari upplýsingar hérna. Það má búast við að þetta gæti orðið til þess að sum tjaldsvæði þurfi að takmarka verulega þjónustuna sem er í boði og munum við á tjalda.is reyna okkar besta um að koma því til skila hér á vefnum.