"

Hamragarðar

Tjaldsvæðið á Hamragörðum er án efa eitt af fallegri tjaldsvæðum á landinu og er það einstaklega hlýlegt. Þar er auðvelt að njóta fallegrar náttúru þar sem að fossarnir Gljúfrabúi og Seljalandsfoss eru í seilingar fjarlægð. Einnig er tilvalið að ganga á Fagrafell og njóta þar útsýnisins yfir Eyjafjöllin. Svæðið skiptist í efra og neðra svæði. Þjónustuhús er á neðra svæðinu en einnig eru salerni við efra svæðið.


Þjónusta í boði

 • Hundar leyfðir
 • Rafmagn
 • Losun skolptanka
 • Salerni
 • Heitt vatn
 • Sturta
 • Gönguleiðir
 • Hestaleiga
 • Eldunaraðstaða
 • Barnaleikvöllur
 • Kalt vatn

Lýsing á aðstöðu

Aðstaðan á Hamragörðum er mjög góð. Á neðra svæðinu er nýlegt þjónustuhús sem hýsir eldunaraðstöðu, salerni og þvottavélar. einnig er þar lítið kaffihús sem er opið frá 1. júní til 1. september. Á efra svæðinu eru salerni og sturtur.

Róla og rennibraut eru við efra svæðið. Við tjaldsvæðið er fossinn Gljúfrabúi sem er nauðsynlegt að heimsækja, þar hefur nú verið komið fyrir göngustíg svo auðveldara er að komast inn að fossinum en fyrir þá sem hafa lagt í vana sinn að vaða þá er ekki búið að fyrirbyggja þann möguleika þannig að aðgengið er fært fyrir unga sem aldna.


Verð

Verð 2020

Verð fyrir fullorðna: 1.500 kr
Eldri borgarar og öryrkjar: 1.000 kr
12 ára og yngri: Frítt
Rafmagn: 1.000 kr á sólahring
Sturta: 300 kr skiptið
Þvottavél og þvottaefni: 500 kr