"

Akureyri, Hamrar v/Kjarnaskóg

Eitt stærsta og glæsilegasta tjaldsvæði landsins í fögru umhverfi undir klettunum sunnan og ofan Akureyrar. Tjaldsvæðið er staðsett við útivistarsvæðið í Kjarnaskógi. Frábærar gönguleiðir í nágrenninu. Stutt í alla þjónustu á Akureyri. Ekið er framhjá flugvellinum og beygt upp eftir það upp fyrsta afleggjarann til hægri og ekið sem leið liggur út í gegnum Kjarnaskóg. Þegar komið er útúr skóginum aftur er ekið í smá spotta og beygt til vinstri upp fyrsta afleggjarann eftir Kjarnaskóg.


Þjónusta í boði

  • Gönguleiðir
  • Leikvöllur
  • Eldunaraðstaða
  • Sturta
  • Rafmagn
  • Þvottavél
  • Salerni
  • Eldunaraðstaða

Lýsing á aðstöðu

Svæðinu er skipt upp í 16 tjaldfllatir sem flestar eru 3-4000 fermetrar. Flatirnar eru allar sléttar og vel við haldið. Trjágróður er við þær allar.
Aðstaðan er öll mjög góð. Rafmagn er á öllum tjaldflötum og nota þarf þriggja-pinna tengla. Á svæðinu eru nokkur þjónustuhús með salernum, sturtum, aðgengi fyrir fatlaða, útivöskum til uppþvotta o.fl. Í Þjónustuskálanum við innganginn á svæðið eru einnig salerni, sturtur, þvottavél, mataðstaða og tölva með netaðgangi. Á svæðinu er aðstaða til losunar salerna og affallsvatns frá ferðavögnum.

Hægt er að velja á milli margra svæða sem er hvert öðru betra og því oftast hægt að fá gott svæði. Salernis og hreinlætisaðstaða er til fyrirmyndar og var mjög vel við haldið þegar tjalda.is var á ferð á svæðinu. Einnig eru fín leiktæki, bátaleiga og fleira að gera fyrir börnin. Svæðið er lokað af og fá því óviðkomandi ekki aðgang að svæðinu. 15 km hámarkshraði er á svæðinu til að tryggja öryggi gestanna og voru starfsmenn mjög duglegir að minna á það.
Reglur tjaldsvæðisins

1. Tjaldsvæðið er fjölskyldutjaldsvæði og yngri en 18 ára skulu vera í fylgd með forráðamanni.
2. Gestum ber að hafa samband við tjaldvörð og greiða dvalargjöld.
3. Umferð ökutækja á tjaldsvæðinu á að vera lágmarki og er takmörkuð við akstur inn og útaf svæðinu. Hámarkshraði er 15. km/klst.
4. Ekki má rjúfa næturkyrrð, vera með háreysti eða valda óþarfa hávaða með umferð eða öðru.
5. Virða ber næturkyrrð á milli kl 24 og 08.
6. Ölvun er bönnuð á tjaldsvæðinu.
7. Sorp skal sett í þar til gerð ílát, flokkað eftir þeim reglum sem gilda á tjaldsvæðinu.
8. Hundar mega aldrei vera lausir á tjaldsvæðinu eða valda öðrum gestum ónæði eða ótta..
9. Vinnið ekki spjöll á náttúrunni, húsnæði eða búnaði tjaldsvæðisins.
10. Brot á umgengnisreglum getur varðað brottreksti af tjaldsvæðinu.

Umferð bíla
Leyfilegt er að hafa bíla á tjaldflötum meðan pláss leyfir. Óski tjaldverðir eftir því að bílar séu fjarlægðir skulu tjaldgestir gegna því. Umferð bíla um tjald-svæðið á alltaf að vera í lágmarki og öll umferð bíla er bönnuð frá kl. 00.00 – 08.00 og gæti aksturs- leiðum þá verið lokað. Eftir lokun umferðar verður að leggja bílum á bílastæðum og ganga að tjaldstæðum.

Meðferð elds
Bannað er að kveikja opinn eld á svæðinu. Farið varlega með grill og gastæki. Vinsamlega leggið ekki einnota grill beint á jörðina.

Áfengi
Ölvun bönnuð á tjaldsvæðinu.

Rusl
Rusl er ekki bara rusl, það má endurnýta.
Á tjaldsvæðinu er sorp flokkað eins og mögulegt er. Sérstök flokkunarstöð er starfrækt á svæðinu þar sem tjaldgestir eru beðnir að koma með flokkað sorp.
Helstu flokkar.
Bylgjupappi og sléttur pappi.
Pappír t.d. dagblöð o.þ.h.
Hreinar fernur undan mjólk, safa o.fl.
Hreinar plastumbúðir bæði harðar og linar.
Málmar.
Gler.
Kertavax.
Rafhlöður.
Á gámasvæðinu er einnig sérstakur gámur fyrir óflokkað sorp.
Hjálpið okkur endilega við þetta verkefni og vinsamlega setjið ekki óflokkað sorp í flokkunargáma.
Varðandi lífrænan úrgang, spilliefni og grillkol eru tjaldgestir beðnir um að leita upplýsinga hjá tjaldvörðum.
Við öll þjónustuhús svæðisins eru sorpílát fyrir óflokkað sorp og ílát fyrir drykkjarumbúðir með skilagjaldi. Gestir eru beðnir að ganga vel um og ota sorpílát svæðisins. Látið tjaldverði vita ef misbrestur verður á losun sorpíláta.


Verð

Verð 2021

Verð fyrir fullorðna: 1.800 kr
Eldri borgarar og öryrkjar: 1.500 kr
Verð fyrir börn: Frítt fyrir 17 ára og yngri í fylgd með fullorðnum
Þvottavél: 500 kr skiptið
Þurrkari: 500 kr skiptið
Rafmagn: 1.100 kr
Sturtur innifaldar í verði