"

Happy Campsite Keflavík

Happy Campsite Keflavik er staðsett í náttúruperlu Reykjanesskaga þar sem er stutt í náttúruna - Seltún, Bláa Lónið, Fagradalsfjall, og margt fleira.

Tjaldsvæðið er staðsett á lóð Happy Campers, elstu og reynslumestu ferðabílaleigu landsins, og hentuglega við Reykjanesbraut, aðeins í 6 mínútna fjarlægð frá Keflavíkurflugvelli. Hægt er að greiða fyrir gistinætur á skrifstofu Happy Campers á milli 08-17 alla daga.

Tjaldsvæðinu er skipt í 3 svæði:
- Svæði A og C er fyrir ferðabíla sem þurfa ekki rafmagn.
- Svæði B er fyrir ferðabíla sem þurfa tengingu við rafmagn. Í augnablikinu eru aðeins 3 rafmagnstengingar í boði en þeim mun fjölga í nánustu framtíð. Við mælum þessvegna sterklega með því að rafmagnsstæðin séu bókuð með fyrirvara. Rafmagnsverð: Kr. 1000/nóttin
- Einnig er sérstakt svæði fyrir þá sem gista í tjaldi.


Þjónusta í boði

  • Gönguleiðir
  • Rafmagn

Lýsing á aðstöðu


Verð

2021
Fullorðnir: 1500 kr
Rafmagn: 1000