"

Hegranes

Í Hegranesi höfum við nú tekið í notkun nýtt tjaldstæði með inniaðstöðu og er það eingöngu er ætlað hópum. Þannig getur hópurinn þinn verið með sitt einkatjaldstæði og nýtt sér aðstöðu í húsi fyrir sameiginlegt borðhald, til skemmtunar eða bara til vara ef veðurguðirnir bregðast.


Þjónusta í boði

  • Gönguleiðir
  • Leikvöllur
  • Salerni
  • Rafmagn
  • Eldunaraðstaða
  • Eldunaraðstaða

Lýsing á aðstöðu

Húsið sem er um 270 fm, tekur um 110 manns í sæti (borð og stólar eru á staðanum). Í húsinu eru fjögur salerni, eldhús með uppþvottavél, ískáp, eldavél og kaffikönnu. Í húsinu eru dýnur og gistileyfi fyrir 20 manns.

Í kringum húsið er stærðar lóð sem nýtist sem tjaldstæði fyrir hópinn.


Verð

Verð 2016

Hópatjaldsvæði með inniaðstöðu (Innifalið tjaldstæði, inniaðstaða og rafmagn. Þrif greiðast aukalega).

Helgin: 65.000 kr.
Virkur dagur: 25.000 kr