"

Heiðarbær

Við Heiðarbæ er vel staðsett 5 stjörnu tjaldsvæði og stæði fyrir tjaldvagna og húsbíla með góðri hreinlætisaðstöðu ásamt eldunaraðstöðu. Salernisaðstæða fyrir tjaldsvæðið er í Heiðarbæ.


Þjónusta í boði

  • Rafmagn
  • Þvottavél
  • Salerni
  • Veiðileyfi
  • Sundlaug
  • Sturta

Lýsing á aðstöðu

Frá Heiðarbæ er stutt í flesta vinsælustu áningastaða ferðamanna á svæðinu eins og Mývatn, Goðafoss, Ásbyrgi, Jökulsárgljúfur og Laxá í Aðaldal. Heiðarbær er staðsettur á milli Húsavíkur og Mývatns við þjóðveg nr. 87 í 20 km. fjarlægð frá Húsavík.

Í Heiðarbær er hægt að njóta dvalar í góðu veðri og slappa af í rólegu umhverfi. Sundlaug með tveimur heitum pottum er á staðnum ásamt veitingasölu og bar. Hveravellir eru í um 400 m frá., þar er garðyrkjustarfsemi og grænmetissala. Ystihver sem er stærsti hver á norðurlandi er á Hveravöllum. Hestaleigur í nágrenni Heiðarbæjar er að Saltvík í um 15 km í átt að Húsavík. Góð aðstaða er fyrir hestamenn og hesta sem leið eiga hjá. Í Heiðarbæ er auðvelt að komast í silungs- og laxveiði gegn vægu gjaldi. Seld eru veiðileyfi í Langavatn og Kringluvatn sem eru í um 6 til 13 km fjarlægð frá Heiðarbæ.
Við tjaldstæðið er sparkvöllur,


Verð

Verð 2020

Verð fyrir fullorðna: 1.250 kr
Tjaldstæði, fjölskyldugjald með allt að 4 börn, 16 ára og yngri: 2.500 kr pr nótt
Rafmagn: 750 kr