"

Heydalur í Mjóafirði

Heydalur er í 130 km fjarlægð frá Ísafirði, 110 km frá Hólmavík og 100 km frá Bjarkarlundi. Ekið er 12 km inn dalinn og komið að tjaldsvæðinu við Heydalsá fyrir neðan bæinn. Tjadsvæðinu er skipt í grasi gróna reiti með trjágróðri. Tjaldsvæðið liggur að Heydalsá. Sérlega friðsælt langt frá allri bílaumferð. Dalurinn er allur kjarri vaxinn og fallega gróinn. Stórbrotin gil og fossar innar í dalnum.


Þjónusta í boði

  • Gönguleiðir
  • Leikvöllur
  • Hestaleiga
  • Salerni
  • Kalt vatn
  • Rafmagn
  • Heitur pottur
  • Sundlaug
  • Heitt vatn
  • Sturta

Lýsing á aðstöðu

Heydalur er í 130 km fjarlægð frá Ísafirði, 110 km frá Hólmavík og 100 km frá Bjarkarlundi. Ekið er 12 km inn dalinn og komið að tjaldsvæðinu við Heydalsá fyrir neðan bæinn. Tjaldsvæðinu er skipt í grasi gróna reiti með trjágróðri. Tjaldsvæðið liggur að Heydalsá. Sérlega friðsælt langt frá allri bílaumferð. Dalurinn allur er kjarri vaxinn og fallega gróinn. Stórbrotin gil og fossar innar í dalnum.

Á tjaldsvæðinu er snyrtiaðstaða með heitu vatni, þrjú kvenna og karlaklósett og sturtur sín hvoru megin. Rafmagn fyrir húsbíla og tjaldvagna. Handan Heydalsár er heitur náttúrupottur. Lítil innisundlaug í gróðurhúsi og heitir pottar fyrir utan. Leiksvæði bæði fyrir yngri börn og unglinga. Frábært umhverfi til gönguferða og leikja í kjarrinu. Fuglaspjöld með öllum fuglum sem finna má í dalnum einnig plöntuspjöld. Gátlistar fyrir fjölskyldur til að spreyta sig á.

Á vorin er fjölbreytt fuglalíf. Krían er hávær í varplandi sínu við ströndina. Konungur fuglanna, örninn, er á sveimi og verpir öðru hverju í nágrenninu. Straumendur synda á ánni, lómur í firðinum og himbrimi á vötnum. Lóan syngur sitt dirrindí og rjúpa, þröstur, sólskríkja og fleiri smáfuglar hreiðra um sig í kjarri og vötnum. Fálki og smyrill eru einnig skammt undan. Finna má spjöld, með fuglum dalsins, staðsett á viðeigandi stöðum.
Við bæinn er veitingasala með mörgum réttum í stórum sal . Lögð áhersla á gott hráefni úr heimabyggð og vínveitingaleyfi. Talandi páfagaukur og Kajak og hestaleiga.

Við hóteli er lítil hleðslustöð.


Verð

Verð 2020

Verð fyrir fullorðna: 1.500 kr.
Verð fyrir börn: Frítt fyrir 15 ára og yngri.
Rafmagn: 1.000 kr.
Þvottavél: 700 kr
Þurrkari: 700 kr
Frítt í sundlaug og heitapotta.

4. hver nótt frí.