Himnasvalir
Lýsing tjaldsvæði
Ferðaþjónustan Himnasvalir er tjaldsvæði og húsbílastæði í hjarta Norðurárdals í Skagafirði. Svæðið er friðsælt og mikil náttúrufegurð. Þaðan er stutt í gönguleiðir og sund.
Þjónusta í boði
- Veitingahús
- Eldunaraðstaða
- Eldunaraðstaða
- Rafmagn
- Þvottavél
- Sturta
- Gönguleiðir
Lýsing á aðstöðu
Á tjaldsvæðinu er snyrting, WC og sturta. Þar er einnig eldhús og grillaðstaða ásamt aðgang að þvottavél og þurrkara. Veitingasalur gistihússins og kaffihús er opið alla daga allt árið frá 10:00 – 21:00.
Á svæðinu er einnig JRJSuperJeep sem bjóða uppá dagsferðir frá svæðinu uppá hálendi að Laugarfelli náttúrlaug sem er frábær upplifun. Verðið er aðeins 8.000 kr á mann og lágmark 2 – 4 farþegar. Boðið er uppá ferðir frá júní til loka septembers.
Verð
Verð 2020
Fullorðinn: 500 kr
Börn: Frítt
Þvottavél: 500 kr
Þurrkari: 500 kr
Gjald fyrir gistieiningu*: 1.700 kr
*Gistieining er tjald, fellihýsi, hjólhýsi, tjaldvagn eða húsbíll.