Tjaldsvæðið á Húnavöllum er staðsett rétt við þjóðveg 1 í rólegu og fallegu umhverfi á Norðurlandi. Svæðið er fjölskylduvænt og umlukið náttúru og friðsæld.
Húnavellir eru einnig vinsæll staður fyrir ættarmót og aðra fjölskylduviðburði.
Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við umsjónarmann í síma 861-2319.
Húnavellir eru frábær stoppustaður fyrir þá sem eru á hringveginum eða að skoða Norðurlandið. Við hliðina á tjaldsvæðinu er gistiheimili og gestum stendur til boða sundlaug, heitir pottar og aðgengi að fallegum gönguleiðum í náttúrunni.
Blönduós er næsta bæjarfélag, aðeins í stuttri akstursfjarlægð, þar sem finna má matvöruverslanir, bensínstöðvar og veitingastaði.
Tjaldsvæðið er rúmgott og slétt grasflatarsvæði sem hentar bæði fyrir tjöld, hjólhýsi og húsbíla.
Á Húnavöllum er fjölbreytt afþreying í boði fyrir gesti á öllum aldri. Við hlið hótelsins er sundlaug og heitur pottur, sem snýr í suður og nýtur sólarinnar allan daginn. Sundlaugin er 17 metra löng og tilvalin til sundæfinga eða léttari sundleikja, en við hlið hennar er notalegur heitur pottur.
Á svæðinu er einnig góð íþróttaaðstaða, þar á meðal fótboltavöllur, sparkvöllur og skemmtilegt leiksvæði fyrir börn. Þetta gerir Húnavelli að frábærum stað fyrir bæði hvíld og leik.
Þjónustuhúsið er nýuppgert og býður upp á rúmgóð salerni og og setustofu. Á hlið hússins er uppþvottaaðstaða.
Bílaumferð er takmörkuð á svæðinu og hámarkshraði er 15 km/klst. til að tryggja öryggi allra gesta.
Opnunartími
01. Maí - 31. Okt
Verð – 2025
Tjaldsvæði
• Börn (0–12 ára): FRÍTT*
• Fullorðnir (13–66 ára): 2.600 kr
• Eldri borgarar (67+): 1.500 kr
• Rafmagn: 1.500 kr á sólarhring fyrir hvert farartæki
• Gistináttaskattur: 400 kr per tjald/húsbíl á nóttu
Morgunverður (borinn fram 07:00–11:00)
• Börn (0–12 ára): FRÍTT*
• Fullorðnir (13–66 ára): 3.000 kr
• Eldri borgarar (67+): 1.500 kr
Sundlaug og heitir pottar (opið 11:00–20:00)
• Börn (0–12 ára): FRÍTT*
• Unglingar (13–17 ára): 1.000 kr
• Fullorðnir (18–66 ára): 2.000 kr
• Eldri borgarar (67+): 1.000 kr
• Handklæðaleiga: 1.000 kr
Kayakleiga til sjálfsleiðsagnar (3 klst.) – 6.500 kr. á mann
Innifalið: þurrgalli og björgunarvesti
*Í fylgd fullorðinna.