"

Hveragerði - Reykjamörk

Lýsing tjaldsvæði

Tjaldsvæðið er í hjarta bæjarins í gróðursælu umhverfi þaðan sem stutt er í alla þjónustu svo sem sundlaug, leikvelli, matvöruverslun, gjafavöruverslanir, bókasafn, listasafn, reiðhjólaleigu, hestaleigu og Golfvöll. Stutt er í góðar gönguleiðir eins og Heilsuhringinn sem liggur í gegnum sjálft tjaldsvæðið og Reykjadalurinn margrómaði.


Þjónusta í boði

 • Hundar leyfðir
 • Gönguleiðir
 • Heitur pottur
 • Losun skolptanka
 • Þvottavél
 • Salerni
 • Sturta
 • Golfvöllur
 • Rafmagn
 • Hestaleiga
 • Veitingahús
 • Sundlaug
 • Barnaleikvöllur
 • Eldunaraðstaða

Lýsing á aðstöðu

Í þjónustuhúsinu er góð salernis og sturtuaðstaða, þvottavél og þurrkari.
Áfast við þjónustuhúsið er hálfþak þar sem aðstaða er til uppvöskunar með heitu og köldu vatni. Eins er gott að sitja þar undir og neita nestis.
Þvottavél og þurrkari eru einnig þar.
Stór tunnugrill eru á staðnum.

Við tjaldsvæðið er einnig rafmagnshleðslustöð fyrir rafbíla.


Verð

Verð 2020

Verð fyrir fullorðna: 1.750 kr.
10 – 15 ára: 1.000 kr
Verð fyrir börn: Frítt fyrir börn undir 10 ára

Rafmagn: 1.000 kr
Þvottavél: 800 kr
Þurrkari: 800 kr