Tjaldsvæðið á Illugastöðum er staðsett við selaskoðunarstaðinn. Opnar 20 júní eftir æðarvarpstímann. Svæðið býður upp á 2 upphituð klósett, tvo vaska með heitu og köldu vatni og rafmagni.
Athugið að svæðið er lokað fyrir allri umferð frá 1. maí til 20. júní vegna æðarvarps
Tjaldsvæðið er með mikið útsýni til allra átta og er staðsett rétt við bóndabæinn á Illugastöðum. Yfir hásumarið er hægt að upplifa stórkostlegt sólsetur þar sem sólin hverfur ekki niður fyrir sjóndeildarhringinn. Þar eru tvö upphituð klósett, tveir vaskar með heitu og köldu vatni og góðu borðið til að vaska upp. Svæðið er nokkuð rúmgott og því ætti að vera nóg pláss fyrir alla. Einnig býður svæðið upp á borð sem hægt er að sitja við á fallegum kvöldum og njóta útsýnisins.
Opnunartími
Opið: 20. Jún - 30. Apr
Verð fyrir sumarið 2024
Með því að bóka tjaldsvæðið er bílastæðagjaldið innifalið. Það þarf að skrá bílnúmerið í bókunina eða í gegnum kvittun þegar þú mætir á staðinn.
1.800 kr. fyrir manninn á nóttinni
Frítt fyrir 16 ára og yngri
1000 kr. fyrir rafmagn nóttinn
333 kr. Gistináttaskattur fyrir hverja nótt
Athugið að svæðið er lokað fyrir allri umferð frá 1. maí til 20. júní vegna æðarvarps