"

Kerlingarfjöll

Kerlingarfjöll eru eitt fallegasta og fjölbreyttasta útivistarsvæði á hálendinu, bæði hvað fjölbreytileika náttúru, jarðfræði og útsýni varðar.


Þjónusta í boði

  • Gönguleiðir
  • Salerni
  • Eldunaraðstaða
  • Eldunaraðstaða
  • Sturta

Lýsing á aðstöðu

Í Kerlingarfjöll er ekið af sunnanverðum Kjalvegi, en lengd afleggjarans er um 9 Km.
Eins liggja jeppaslóðir í Kerlingarfjöll úr Þjórsárverum (Setrinu) og frá Tungfvelli í Hrunamannahreppi, gegnum Leppistungur.

Tjaldsvæðið er á eyrum meðfram Ásgarðsá.
Á svæðinu eru sturtur og eins er unnið að uppsetningu gufubaðs uþb 1 km innan við tjaldstæðið.
Tjaldstæðið er í dalnum Ásgarði, sem er norðan í Kerlingarfjöllum, hlýlegur dalur í útjaðri stórbrotins landsvæðis. Fyrir yngri kynslóðina eru trampólín, rólur og að sjálfsögðu umhverfi sem fær flesta til að láta sér líða vel. Á svæðinu er hestagirðing fyrir þá sem koma á hestum


Verð

Verð 2020

Tjöld / tjaldvagnar / fellihýsi / hjólhýsi: 2.500 kr
Aðgangur að eldhúsi: 450 kr