Kirkjuhvammur, Hvammstanga
Lýsing tjaldsvæði
Einstakt tjaldstæði í skjólgóðum hvammi fyrir ofan bæinn, með fínu þjónustuhúsi og góðri þjónustu fyrir tjald- og húsvagna.
Þjónusta í boði
- Leikvöllur
- Sundlaug
- Gönguleiðir
- Þvottavél
- Salerni
- Rafmagn
Lýsing á aðstöðu
Hvammstangi er stærsti þéttbýlistaður í Húnaþingi vestra.
Hann er tilvalinn áfangastaður ferðamanna, þar er mjög góð sundlaug,verslanir,veitingastaður,söfn,gallerí og önnur nauðsynleg þjónusta.
Frá Hvammstanga er stutt að keyra út á Vatnsnes sem hefur að geyma fjölmarga sögustaði,fallegt landslag og síðast en ekki síst selalátur í þægilegu göngufæri.
Tjaldstæðið í Kirkjuhvammi á Hvammstanga er aðeins 6 km frá þjóðvegi 1, miðja vegu milli Reykjavíkur og Akureyrar.
Einstakt tjaldstæði í skjólgóðum hvammi fyrir ofan bæinn,með fínu þjónustuhúsi og góðri þjónustu fyrir tjald- og húsvagna.
Góðar gönguleiðir eru fyrir ofan svæðið í fallegri náttúru.
Verð
Verð 2020
Verð fyrir fullorðna: 1.300 kr
Eldri borgarar: 1.100 kr
Verð fyrir börn: Frítt fyrir 17 ára og yngri
Rafmagn: 700 kr
Þvottavél: 400 kr