"

Korpudalur

Tjaldsvæðið Korpudalur er í Önundarfirði nálægt Ísafirði. Fallegar gönguferðir, skoðunarferðir, fuglaskoðun og margt fleira í nágrenninu.


Þjónusta í boði

  • Salerni
  • Kalt vatn
  • Þvottavél
  • Hundar leyfðir
  • Farfuglaheimili
  • Heitt vatn
  • Aðgangur að neti
  • Svefnpokapláss
  • Eldunaraðstaða
  • Rafmagn

Lýsing á aðstöðu

Tjaldsvæðið Korpudal er við Korpudalur Hostel sem er í fallegum gömlum bóndabæ sem hefur verið breytt í hostel. Það er staðsett innst í Önundarfirði, umkringt háum fjöllum.

Allt í kringum tjaldsvæðið eru möguleikar til útivistar svo sem gönguferðir, klifur og veiði. 15 km gönguleið liggur í gegnum Korpudal og Álftafjarðarheiði. Hérna má sjá margar gönguleiðir í nágrenninu.

Fyrir áhugasama um fuglaskoðun þá er mikið magn af sjófuglum, öndum og jafnvel örnum í nágrenninu. á Ísafirði og Flateyri er einnig hægt að hafa ýmislegt fyrir stafni svo sem að fara í sund, heita potta, kayak ferðir og spila golf.

Á tjaldsvæðinu er lítið þjónustuhús með tveim salernum, sturtu og vaski fyrir uppvask.


Verð

Verð 2024

Fullorðnir: 2.400 kr
Börn: 0 kr
Rafmagn: 1.300 kr
Þvottavél: 1.400 kr
Þurrkara: 1.400 kr