"

Laugaland

Um er að ræða skjólsælt og gott FJÖLSKYLDUTJALDSVÆÐI. Ró á að vera komin á svæðið um miðnætti. Nýlega var tjaldsvæðið stækkað og er nú skipt upp í tvö megin svæði.

Á svæðinu er mjög góð aðstaða fyrir börn. Sparkvöllur/gervigrasvöllur og körfuboltavöllur er á Laugalandi. Þrír leikvellir fyrir börn, þar af einn með meðal annars aparólu og stórum hoppubelg.

Sundlaug með heitum pottum og rennibraut. Opnunartími sundlaugarinnar yfir sumartímann er frá kl 10.00 til 19.00 um helgar en í miðri viku frá kl. 14.00 til 21.00. Á tjaldsvæðinu eru útigrill, útiborð, rotþró fyrir ferðaklósett, rafmagn og fl.. Leyfilegt er að hafa hunda á tjaldsvæðinu ef þeir eru í bandi og þrifið er upp eftir þá.


Þjónusta í boði

  • Hundar leyfðir
  • Rafmagn
  • Losun skolptanka
  • Salerni
  • Heitt vatn
  • Gönguleiðir
  • Heitur pottur
  • Sundlaug
  • Barnaleikvöllur
  • Kalt vatn

Lýsing á aðstöðu

Falleg náttúra er að Laugalandi og því kjörið að fara í gönguferðir um svæðið, meðal annars er hægt að fara stikaða gönguleið frá Laugalandi í skógræktarreit ungmennafélagsins í sveitinni. Sniðugt er að taka með sér nesti þar sem útiborð eru við skóginn. Gönguleiðin í skóginn og til baka er samtals 5 km. Kirkjujörðin Marteinstunga er í göngufæri frá Laugalandi (1.5 km ). Hestabúgarðurinn Skeiðvellir er einnig í göngufæri eða fjóra km. frá Laugalandi en þar er hægt skoða sýningu á gömlum reiðtygjum, sjá myndbönd um íslenska hestinn, klappa/kemba hestum, fá teymt undir börnum, fá kaffi og fl.

Leirubakki er 25 km. ofar í sveitinni þar sem Heklusetur er. Heklusetrið er fallegt safn um Heklu en þar er einnig hótel, veitingaþjónustu og bensínsala. Verslun, veitingasala og bensínsala er á Landvegamótum í 6 km fjarlægð frá Laugalandi. Stærsti manngerði hellir Íslands er 18 km. ofar í sveitinni eða að Hellum í Landsveit. Mjög vinsælt er að fara og skoða hellana. Hestaleiga er á fjórum stöðum í sveitinni að Skeiðvöllum (5 km), Hestheimum (7km), Kálfholti (18 km) og Leirubakka (25 km). Frá Laugalandi eru 14 km. á Hellu og því stutt í alla þjónustu sem þar er veitt. Á golfvöllinn að Strönd eru um 18 km.

Á Laugalandi eru þrjú lítil gistihús sem hægt er að leigja. Nánari upplýsingar um gistihúsin má finna með því að fara inná eftirfarandi síður:

Eldey- https://www.airbnb.com/h/nefsholt3
Ísey- https://www.airbnb.com/h/nefsholt2
Otri- https://www.airbnb.com/h/nefsholt

Opnunartími

Opið 15. maí - 15. sept.


Verð

Verð sumarið 2021

Fullorðnir 1600 kr.
Frítt fyrir 17 ára og yngri í fylgd með foreldum/forráðamönnum
Rafmagn 1000 kr