Tjaldsvæðið er staðsett að Laugum í Sælingsdal og er 16 km fyrir norðan Búðardal. Á svæðinu er sundlaug og mjög fallegar gönguleiðir í kring. Lækur rennur í gegnum tjaldsvæðið en svæðið skiptist í nokkrar smærri flatir.
Fallegt tjaldsvæði, ekki langt frá þjóðvegi en þó þannig staðsett að ekki er truflun af umferð. Aðstaðan er góð með salernum og rafmagnstenglum. Sundlaug á svæðinu, gönguleiðir og stutt inn í Búðardal ef þarf í verslun. Afgreiðsla í anddyri sundlaugar. Frá Laugum er hægt að fara hringinn fyrir strandir, ferðast inn dali og einnig heimsækja aðra ferðaþjóna sem bjóða upp á ýmsa afþreyingu og þjónustu í Dalabyggð.
2024
2.000 kr. fyrir fullorðna
1.000 kr. fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega
Frítt fyrir börn (14 ára og yngri)
Rafmagn (hver nótt) 1000kr.
Sturtur 500 kr.