Mosfellsbær
Lýsing tjaldsvæði
Tjaldsvæðið í Mosfellsbæ er vel staðsett í útjaðri höfuðborgarsvæðisins.
Þjónusta í boði
- Leikvöllur
- Sundlaug
- Sturta
- Gönguleiðir
- Hestaleiga
- Salerni
- Golfvöllur
- Rafmagn
Lýsing á aðstöðu
Tjaldsvæðið í Mosfellsbæ er staðsett í hjarta bæjarins, norðan við íþróttamiðstöðina á Varmársvæðinu, með fallegu útsýni yfir neðri hluta Varmár, Leirvoginn og Leirvogsána. Í Mosfellsbæ eru víðáttumikil náttúra innan bæjarmarka og einstakir útivistarmöguleikar í skjóli fella, heiða, vatna og strandlengju.
Tjaldsvæðið er við Varmárskóla og Varmárlaug og er baðaðstaða í lauginni.
Við tjaldsvæðið er salernisaðstaða, vatn og rafmagn. Góðar almenningssamgöngur eru frá tjaldstæðinu um Mosfellsbæ og í miðborg Reykjavíkur.
Verð
Verð 2016
Verð fyrir fullorðna: 1.200 kr
Verð fyrir börn: Frítt fyrir yngri en 12 ára
Rafmagn: 700 kr
Hægt er að greiða gjaldið hjá Tjaldstæðaverði, í Íþróttamiðstöðinni að Varmá eða á Hótel Laxnesi.