"

Myllulækur

Nýlegt tjaldsvæði staðsett 12km frá Höfn í Hornafirði með einstakt fjallaútsýni. Svæðið er hólfað niður í stæði með malarfleti og grasfleti svo hentugt er fyrir bíla að leggja. Einnig er svæði sem hægt er að tjalda á. Tjaldsvæðið er með WIFI og peningasturtur.


Þjónusta í boði

  • Salerni
  • Kalt vatn
  • Sturta
  • Hundar leyfðir
  • Rafmagn
  • Heitt vatn
  • Aðgangur að neti
  • Losun skolptanka
  • Heit sturta

Lýsing á aðstöðu

Tjaldsvæðið við Myllulæk er nýtt tjaldsvæði sem hóf rekstur árið 2021. Aðstaðan á tjaldsvæðinu hentar vel einstaklingum og fjölskyldum. Lítill lækur rennur við tjaldstæðið sem er kjörin fyrir börn að sulla í. Tjaldsvæðið býður upp á einstaka fjallasýn og er staðsett í kringum 12 km. frá Höfn í Hornafirði. Í nánasta nágrenni er fjöldinn allur af áhugaverðum stöðum s.s. Hoffelsjökull, Vestra-Horn, 55 km í Jökulsárlón og Vatnajökul og þar er margvísleg afþreying í boði.


Verð

Verð 2024

Fullorðnir 2.000 kr
Börn 15-17 ára: 2000 kr
Börn yngri en 14 frítt
Ellilífeyrisþegar og öryrkjar 1.700 kr 

Gistináttaskattur per eining 300 kr
Rafmagn 1.200 kr
Sturtur: 100 kr per mínúta