Nýlegt tjaldsvæði staðsett 12km frá Höfn í Hornafirði með einstakt fjallaútsýni. Svæðið er hólfað niður í stæði með malarfleti og grasfleti svo hentugt er fyrir bíla að leggja. Einnig er svæði sem hægt er að tjalda á. Tjaldsvæðið er með WIFI og peningasturtur.
Tjaldsvæðið við Myllulæk er nýtt tjaldsvæði sem hóf rekstur árið 2021. Aðstaðan á tjaldsvæðinu hentar vel einstaklingum og fjölskyldum. Lítill lækur rennur við tjaldstæðið sem er kjörin fyrir börn að sulla í. Tjaldsvæðið býður upp á einstaka fjallasýn og er staðsett í kringum 12 km. frá Höfn í Hornafirði. Í nánasta nágrenni er fjöldinn allur af áhugaverðum stöðum s.s. Hoffelsjökull, Vestra-Horn, 55 km í Jökulsárlón og Vatnajökul og þar er margvísleg afþreying í boði.
Verð 2024
Fullorðnir 2.000 kr
Börn 15-17 ára: 2000 kr
Börn yngri en 14 frítt
Ellilífeyrisþegar og öryrkjar 1.700 kr
Gistináttaskattur per eining 300 kr
Rafmagn 1.200 kr
Sturtur: 100 kr per mínúta