"

Raufarhöfn

Tjaldsvæðið á Raufarhöfn er á rólegum stað við tjörnina. Aðstaðan á tjaldsvæðinu er góð og snyrtileg. Þar eru borð og bekkir, vaskur og salernisaðstaða sem og aðstaða fyrir hjólhýsi og húsbíla, með aðgang að rafmagni. Einnig einnig auka tjaldstæði á íþróttavelli en þar er hvorki salernisaðstaða né rafmagn.
Öll þjónusta á Raufarhöfn er í göngufæri frá svæðinu.


Þjónusta í boði

  • Hundar leyfðir
  • Rafmagn
  • Veiðileyfi
  • Þvottavél
  • Salerni
  • Gönguleiðir
  • Leikvöllur
  • Veitingahús
  • Sundlaug
  • Sturta

Lýsing á aðstöðu

Tjaldsvæðið á Raufarhöfn er á rólegum stað við tjörnina. Aðstaðan á tjaldsvæðinu er góð og snyrtileg. Þar eru borð og bekkir, vaskur og salernisaðstaða sem og aðstaða fyrir hjólhýsi og húsbíla, með aðgang að rafmagni. Einnig einnig auka tjaldstæði á íþróttavelli en þar er hvorki salernisaðstaða né rafmagn.
Öll þjónusta á Raufarhöfn er í göngufæri frá svæðinu.


Í Íþróttamiðstöðinni, sem er staðsett við hlið tjaldsvæðisins er hægt að setja í þvottavél og þurrkara gegn gjaldi. Í Íþróttamiðstöðinni er einnig góð innisundlaug, heitur pottur,gufa,líkamsræktarstöð og er öll miðstöðin til fyrirmyndar fyrir heimafólk jafnt og ferðafólk.
Á Raufarhöfn er öll grunnþjónusta heilsugæsla, apótek, matvöruverslun, banki, pósthús, sundlaug, heilsurækt, bifreiðaverkstæði, sjálfsali fyrir eldsneyti, hótel, gistiheimili, og kaffihús.
Raufarhöfn, nyrsta alla þorpa á Íslandi. Hvergi á Íslandi verður vornóttin bjartari né vetrardagurinn myrkari. Heimskautsbaugur er rétt við ströndina og á ásnum fyrir ofan þorpið er Heimskautsgerðið, stærsta útilistaverk á Íslandi sem tvinnar saman íslenska menningu, bókmenntasögu og sígild vísindi við sérstæðar náttúruaðstæður.

Opnunartími

Opnunartími er 15.maí – 31.sept (viðmið, fer eftir veðri)


Verð

Verð 2021

18 ára og eldri: 1.600 kr. nóttin
Yngri en 18 ára: Frítt.
Rafmagn: 800 kr. nóttin
Þvottur: 750 kr.

AFSLÁTTUR
3. gistinótt:
50% afsláttur að undanskildu gjaldi vegna rafmagns og gjalds fyrir þvottaaðstöðu
fyrstu þrjár.