"

Reykholt, Aratunga

Tjaldsvæðið í Reykholti er staðsett í þéttbýliskjarnanum að Reykholti. Þar er salernisaðstaða og aðgangur að rafmagni.


Þjónusta í boði

 • Hundar leyfðir
 • Rafmagn
 • Sundlaug
 • Salerni
 • Heitt vatn
 • Sturta
 • Gönguleiðir
 • Leikvöllur
 • Eldunaraðstaða
 • Barnaleikvöllur
 • Kalt vatn

Lýsing á aðstöðu

Tjaldsvæðið er í þéttbýliskjarnanum í Reykholti Bláskógabyggð, rétt við félagsheimilið Aratungu. Svæðið skiptist í þrjár stórar flatir og nokkra afmarkaða lundi. Svæðið er skjólgott , með góðu leiksvæði fyrir börn. Á svæðinu er eldunaraðstaða og sturtur.

Aldurstakmark er 25 ára en svæðið er fjölskyldusvæði.

Sundlaug, íþrótta/fótboltavöllur, Veitingastaðurinn Mika, Verslun Bjarnabúð, Friðheimar tómatabýli, Kvistar jarðaber og hindberja sala í göngufæri við svæðið.
Stutt að fara í allar áttir s.s. Geysir Gullfoss, Flúðir, Laugarvatn, Dýragarðinn Slakka (15 mín ) og njóta alls þess sem uppsveitir suðurlands hafa upp á að bjóða.
Ferðalöngum sem vilja gisti inni bendum við á Húsið gistiheimili og Blue View hótel.

Stóra-Fljót markaðist af Fellslæk í norðri, Tungufljóti í austri, Reykjavöllum í suðri og Litla-Fljóti í vestri. Býlið stóð í upphafi vestan þjóðvegar skammt frá bænum Brautarhóli en var flutt undir brekkuna neðan Reykholtshvers árið 1939. Þáverandi eigandi Þorsteinn Loftsson byggði fyrstu garðyrkjustöðina í Reykholti á flötinni fyrir neðan. Fyrsta gróðurhús í uppsveitum Árnessýslu, sem hitað var upp með hverahita byggði aftur á móti Stefán Sigurðsson skólastjóri barnaskólans árið 1932. Það stóð á stalli í brekkunni á milli gamla skólahússins og Reykholtshvers. Upp úr 1945 var síðan lagður grunnurinn að flestum garðyrkjustöðvunum sem fram til ársisn 1961 voru eina byggðin í Reykholti auk skólans.
Árið 1961 var vígt nýtt samkomuhús sveitarinnar, sem hlaut nafnið Aratunga í höfuðið á Ara Fróða. Ný sundlaug var vígð 1975 og Íþróttahús 1999. Verksmiðja var reist árið 1990. Skólinn var stækkaður árið 1959, 1990 og aftur nýlega.

Grunnur að byggðakjarnanum í Reykholti var lagður árið 1928, þegar barnaskóli var reistur. Þá hafði eigandi jarðarinnar Stóra-Fljóts gefið Biskupstungnahreppi landskika undir bygginguna. Þetta var eitt fyrsta skólahús sem reist var í dreifbýli á Íslandi og þótti mjög glæsileg framkvæmd. Í Reykholti eru nú nálægt 200 íbúar.
Jarðhiti fannst í Reykholti á fyrri hluta 20. aldarinnar og myndaðist fljótlega byggð í kringum jarðhitasvæðið.
Reykholtshver er forn goshver sem gýs á 10 mín fresti og gefur 14 l á sekúndu af 100 gráðu heitu vatni, sem nýtt er til að hita upp heimili og gróðurhús á svæðinu. Til eru sagnir um að Skálholtssveinar hafi verið sendir til að stífla hann fyrr á öldum, enda hverir áður taldir hin mestu vandamál. Skepnur fóru sér iðulega að voða í þeim eða affalli þeirra að ekki sé talað um hjátrúna varðandi það hvaðan allur þessi hiti væri kominn. Hverinn var fyrst nýttur til upphitunar barnaskólans 1928 og síðan fljótlega til upphitunar gróðurhúsa og annarra mannvirkja.
Borað var um 20 metra frá honum 1976 og aftur 1990 við skólahúsið vegna aukinnar notkunar. Steypt hefur verið yfir hverinn svo fátt minnir á forna frægð nema ef vera skyldi strompurinn, sem losar hann við gufuna á nokkurra mínútna fresti. Af Reykholtinu er víðsýnt þótt holtið sé ekki nema 116 metra yfir sjávarmáli.


Verð

Verð 2021

Verð fyrir fullorðna: 1.400 kr.
Börn 12-18 ára í fylgd foreldra/forráðamann 500 kr
Rafmagn: 1200 kr. pr. 24 tímar
Börn 11 ára og yngri frítt.
Eldri borgarar og öryrkjar 1100 kr

Sumarstæði:

3 mánuðir: 65.000 kr
3 mán, með rafmagni: 87.500 kr , 10 amp tengill
1 mánuður: 27.000 kr
1 mánuður með rafmagni: 32.000 kr

Verð miðast við veru frá 01.06 - 31. 08, hægt er að kaupa fleiri vikur/mánuði ef vill.