"

Sandfellsskógur

Tjaldsvæðið í Sandfellsskógi er huggulegt tjaldsvæði sem er að mestu leyti í skógivöxnu landi. Þar er lítill lækur sem rennur um tjaldsvæðið og heldur börnunum að leik tímunum saman. Mikið af fallegum gönguleiðum í nágrenninu.


Þjónusta í boði

  • Gönguleiðir
  • Salerni
  • Farfuglaheimili
  • Hestaleiga
  • Sturta

Lýsing á aðstöðu

Tjaldsvæðið er staðsett í víðfeðmu skóglendi sem hentar einkar vel fyrir tjöld og tjaldvagna, fjölskyldur og fjörkálfa. Á svæðinu eru borð með áföstum bekkjum, Króklækurinn rennur þar í gegn og býður upp á ævintýri fyrir yngsta fólkið.

Á snyrtingunum eru salerni, sturtur, útivaskar og heitt og kalt vatn.

Ferðaþjónustan að Stóra-Sandfelli er í Skriðdal, 17 km. sunnan við Egilsstaði við þjóðveg nr.95 sem liggur á milli Egilsstaða og Hafnar í Hornafirði þegar keyrt er yfir Öxi eða Breiðdalsheiði. Hér er ýmist boðið upp á gistingu í smáhýsum, herbergjum eða á tjaldsvæði.

Einnig eru í boði hestaferðir um Sandfellsskóg og nágrenni, auk þess sem auðvelt er að finna sér skemmtilegar gönguleiðir á svæðinu. Skammt er til allra helstu ferðamannastaða Austanlands frá bænum.


Verð

Verð 2020

Verð fyrir fullorðna: 1.750 kr.
Eldri borgarar: 1.250 kr.
Unglingar 13 – 17 ára í fylgd með fullorðnum: 1.000 kr.
Verð fyrir börn: Frítt fyrir 12 ára og yngri.
4 og 7 nótt er frí.
Sturtur innifaldar.
Ekki er boðið uppá rafmagn.